flugfréttir
Ríkisstyrkir til Lufthansa og SAS í Covid-19 brutu í bága við lög
- Dómstóll ESB snýr við úrskurði um leyfi til styrkja að beiðni Ryanair

Dómur í málinu var kveðinn upp í gær í Lúxemborg
Dómstóll Evrópusambandsins í Lúxemborg hefur ógilt niðurstöður framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins sem gaf grænt ljós á ríkisstyrk til SAS og Lufthansa í heimsfaraldrinum og dæmt því Ryanair í vil og orðið að ósk lágfargjaldarfélagsins írska sem áfrýjaði niðurstöðunni varðandi leyfið fyrir styrkjunum.
Í málsgögnum kemur fram að þýska ríkið fór fram á leyfi til að setja 6 milljarða evra
í rekstur Lufthansa í formi ríkisstyrks en niðurstöðunni var meðal annars mótmælt
af þýska flugfélaginu Condor og þá var einnig ógilt leyfi ríkisstjórna Danmerkur og Svíþjóðar
til þess að veita SAS styrk upp á 1 milljarð evra.
Talsmaður Ryanair segir að niðurstaða dómstóls Evrópusambandsins staðfestir
að framkvæmdarstjórn ESB verði að sýna heiðarleika og rétt fordæmi þegar kemur að leyfisveitingu fyrir
opinberum styrkjum til flugfélaga og sé ekki réttlátt að mismuna flugfélögum og gera upp
á milli þeirra.
Fram kemur að leyfi fyrir styrkveitingu frá þýska ríkinu til Lufthansa hafi brotið í bága
við nokkrar reglugerðir og kröfur sem lög gera ráð fyrir en Lufthansa endurgreiddi
styrkinn til baka til þýska ríkisins og lauk þeirri endurgreiðslu árið 2021.
Frekar óljósar eru afleiðingarnar sem lúta að þeim styrk sem SAS fékk þar sem flugfélagið fór fram á greiðslustöðvun og gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum í fyrra.
Síðastliðin þrjú ár hefur Ryanair barist ítarlega fyrir styrkveitingum til flugfélaga vegna heimsfaraldursins og sent inn 20
kvartanir og umsóknir um áfrýjanir á niðustöðu mála en með mjög takmörkuðum árangri.


27. mars 2023
|
SAS (Scandinavian Airlines) á í heiftarlegum deilum þessa daganna við japanska flugvélaleigu vegna ágreinings um samkomulag er varðar leigu á Airbus A350 þotu í flota flugfélagsins.

17. apríl 2023
|
Tæplega 500 litlum farþegaflugvélum hefur verið lagt í Bandaríkjunum að undanförnu vegna skorts á flugmönnum vestanhafs.

10. apríl 2023
|
Azerbaijan Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun til Airbus í tólf farþegaþotur af gerðinni Airbus A320neo og A321neo en samningur um kaupin var undirritaður í höfuðborg landsins, Baku, á dögunum.

8. júní 2023
|
Senn styttist í að ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air taki við sinni tvö hundruðustu flugvél en við lok seinasta fjármálaárs, þann 31. mars sl. stóð flugflotinn í 179 flugvélum og samanstendur a

7. júní 2023
|
Þegar er farið að örla á seinkunum á samgöngum í Evrópu og hafa evrópsk yfirvöld varað þá aðila sem eiga hlut að máli að huga sem fyrst að því að grípa í taumana til að draga úr áhrifum sem gæti or

5. júní 2023
|
Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur gefið frá sér skýrslu varðandi alvarlegt flugatvik sem átti sér stað á Charles de Gaulle flugvellinum í París fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

5. júní 2023
|
Fyrri lendingarkeppni sumarsins á vegum Flugklúbbs Mosfellsbæjar fór fram í gær á Tungubökkum.

5. júní 2023
|
Icelandair hefur undirritað samstarfssamning við Turkish Airlines um sameiginlega farmiðaútgáfu sem þýðir að farþegar fá aðgang að áfangastöðum flugfélaganna beggja á einni bókun í gegnum bókunarkerf

1. júní 2023
|
Nýtt breskt sprotaflugfélag, Global Airlines, hefur fest kaup á sinni fyrstu þotu sem er risaþota af gerðinni Airbus A380 sem mun hefja áætlunarflug frá Gatwick-flugvellinum í London næsta vor.

1. júní 2023
|
SAS (Scandinavian Airlines) hefur opnað fyrir bókanir fyrir fyrstu flugferðir félagsins með rafmagnsflugvél þrátt fyrir að áformað sé að fyrsta rafmagnsflugið verði ekki flogið fyrr en árið 2028.

31. maí 2023
|
Air Greenland hefur neyðst til þess að taka tímabundið á leigu Boeing 777 þotu og Boeing 737 þotu eftir að nýja Airbus A330neo breiðþota félagsins varð fyrir atviki á flugvellinum í Kaupmannahöfn f