flugfréttir

Farþegafjöldinn um Heathrow sá sami og var fyrir COVID

- Lendingargjöld ennþá í hæstu hæðum

22. maí 2023

|

Frétt skrifuð kl. 16:50

Frá Heathrow-flugvellinum í London

Flugumferðin um Heathrow-flugvöllinn í London er að nálgast að verða sú sama og hún var fyrir heimsfaraldurinn þrátt fyrir miklar hækkanir sem hafa orðið á lendingargjöldum.

Í apríl fóru 6.4 milljónir farþega um Heathrow-flugvöllinn og alls voru 16.9 farþegar sem fóru um flugvöllinn á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sem er um 95% af þeim farþegafjölda sem fór um völlinn á fyrstu þremur mánuðum ársins 2019.

„Það eru aðeins 12 mánuðir síðan að öllum ferðatakmörkunum var aflétt í Bretlandi og við höfum séð gríðarlegan árangur síðan þá“, segir John Holland-Kaye, framkvæmdarstjóri flugvallarins.

Þrátt fyrir þennan árangur þá nemur taprekstur Heathrow-flugvallarins á fyrsta ársfjórðungi um 139 milljón pundum eða sem samsvarar 24 milljörðum króna sem jafngildir tapi upp á 269 milljónum króna á dag.

Stjórn Heathrow-flugvallarins hefur verið sökuð um alltof há lendingargjöld sem eru í dag um 5.400 krónur á hvern farþega en gert er ráð fyrir að þau eigi eftir að hækka upp í tæplega 7.000 krónur á næstu árum.

Þrátt fyrir það þá höfðu bresk flugmálayfirvöld lýst því yfir að frá og með næsta ári gæti stjórn flugvallarins ekki rukkað hærri flugvallargjöld en sem nemur 4.300 krónum á hvern farþega en Heathrow-flugvöllur hefur andmælt þeirri ályktun á þeim forsendum að aukið fé þarf til framkvæmda til að bæta þjónustu vallarins fyrir farþega.

British Airways hefur lýst því yfir að lendingargjöld og farþegaskattar séu þrisvar sinnum hærri en tíðkast á flestum öðrum stórum flugvöllum í Evrópu og þá hefur Virgin Atlantic lýst því yfir að félagið telji að hagnaðurinn af hækkun gjalda eigi eftir að enda í vösum fjárfesta en ekki til innviða.

Virgin Atlantic hefur meðal annars mótmælt þessum hækkunum með því að draga til baka stuðningsyfirlýsingu sína vegna þriðju flugbrautarinnar á Heathrow-flugvelli.







  fréttir af handahófi

Viðskiptabann farið að hafa mikil áhrif á rússnesk flugfélög

3. maí 2023

|

Viðskiptaþvinganir á Rússa eru sögð vera farin að hafa töluverð áhrif á flugsamgöngur með tilheyrandi bilunum í flugflota rússneskra flugfélaga og annarra vandamála.

Efla öryggi varðandi brautarátroðning á tólf flugvöllum

25. maí 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla að verja 100 milljónum dölum í sérstakt verkefni sem miðar af því að efla öryggi er varðar brautarátroðning á 12 flugvöllum vestanhafs.

Blue Line Aviation pantar 55 kennsluvélar frá Piper

29. mars 2023

|

Flugvélaframleiðandinn Piper Aircraft hefur fengið pöntun frá Blue Line Aviation í 55 kennsluflugvélar af gerðinni Piper Archer TX og Piper Seminole sem verða afhentar á næstu árum til höfuðstöðva sk

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugfloti Wizz Air nálgast 200 þotur

8. júní 2023

|

Senn styttist í að ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air taki við sinni tvö hundruðustu flugvél en við lok seinasta fjármálaárs, þann 31. mars sl. stóð flugflotinn í 179 flugvélum og samanstendur a

Þegar farið að bera á seinkunum á flugvöllum í Evrópu

7. júní 2023

|

Þegar er farið að örla á seinkunum á samgöngum í Evrópu og hafa evrópsk yfirvöld varað þá aðila sem eiga hlut að máli að huga sem fyrst að því að grípa í taumana til að draga úr áhrifum sem gæti or

Hætti við flugtak og rak í veg fyrir þotu í flugtaki vegna hliðarvinds

5. júní 2023

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur gefið frá sér skýrslu varðandi alvarlegt flugatvik sem átti sér stað á Charles de Gaulle flugvellinum í París fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

Fyrri lendingarkeppnin sumarsins fór fram á Tungubökkum

5. júní 2023

|

Fyrri lendingarkeppni sumarsins á vegum Flugklúbbs Mosfellsbæjar fór fram í gær á Tungubökkum.

Icelandair og Turkish Airlines undirrita samstarfssamning

5. júní 2023

|

Icelandair hefur undirritað samstarfssamning við Turkish Airlines um sameiginlega farmiðaútgáfu sem þýðir að farþegar fá aðgang að áfangastöðum flugfélaganna beggja á einni bókun í gegnum bókunarkerf

Nýtt breskt flugfélag festir kaup á Airbus A380 risaþotu

1. júní 2023

|

Nýtt breskt sprotaflugfélag, Global Airlines, hefur fest kaup á sinni fyrstu þotu sem er risaþota af gerðinni Airbus A380 sem mun hefja áætlunarflug frá Gatwick-flugvellinum í London næsta vor.

SAS opnar fyrir bókanir með fyrstu rafmagnsflugvélinni

1. júní 2023

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur opnað fyrir bókanir fyrir fyrstu flugferðir félagsins með rafmagnsflugvél þrátt fyrir að áformað sé að fyrsta rafmagnsflugið verði ekki flogið fyrr en árið 2028.

Air Greenland tekur Boeing 777 og 737 á leigu tímabundið

31. maí 2023

|

Air Greenland hefur neyðst til þess að taka tímabundið á leigu Boeing 777 þotu og Boeing 737 þotu eftir að nýja Airbus A330neo breiðþota félagsins varð fyrir atviki á flugvellinum í Kaupmannahöfn f

Nýtt flugfélag í Sádí-Arabíu sagt ætla að panta 150 MAX-þotur

29. maí 2023

|

Flugfélagið Riyadh Air er sagt í viðræðum við Boeing um stóra pöntun í að minnsta kosti 150 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Efla öryggi varðandi brautarátroðning á tólf flugvöllum

25. maí 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla að verja 100 milljónum dölum í sérstakt verkefni sem miðar af því að efla öryggi er varðar brautarátroðning á 12 flugvöllum vestanhafs.

';

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá