flugfréttir
Enn og aftur setur Nepal Airlines Boeing 757 þotu á uppboð

Nepal Airlines tók 9N-ACB úr umferð árið 2018
Enn og aftur gerir nepalska flugfélagið Nepal Airlines tilraun til þess að selja Boeing 757 þotu sem félagið hafði í flotanum en hætti að nota í reglubundnu áætlunarflugi fyrir 5 árum síðan.
Flugvélin, sem er næstum því 35 ára gömul, hefur verið sett á uppboð
ásamt varahlutum og öðrum búnaði en lágmarksverð
uppboðsins eru 5.7 milljónir Bandaríkjadala sem samsvarar
803 milljónum króna.
Fram kemur að flugvélin, sem ber skráninguna 9N-ACB, hefur
89.492 flugtíma að baki og hefur verið flogið 30.535 flugferðir
frá því hún var smíðuð árið 1988. Þá kemur fram að
flughæfnisvottorð vélarinnar er útrunnið auk þess sem hún
þarfnast C-skoðunnar.
Alls eru 515 varahlutir sem fylgja vélinni auk 109 ýmissa tækja
og verkfæra. Öllum einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum er
frjálst að leggja inn tilboð en það krefst þess að viðkomandi greiði 10%
inn á uppboðsupphæðina.
Flugvélin er af gerðinni Boeing 757-200CB og hefur sæti fyrir
190 farþega og þar af 12 á Business Class farrými.
Seinasta tilraun Nepal Airlines að selja gamla Boeing 757 þotu
var gerð árið 2019 en seinast þegar félaginu tókst að selja slíka þotu
var árið 2017 þegar nýtt flugfélag í Nepal, BB Airways, keypti
eina slíka af félaginu á 153 milljónir króna


27. apríl 2023
|
Fimm Airbus A321neo farþegaþotur í flota Hawaiian Airlines eru nú kyrrsettar vegna seinkana hjá birgjum á varahlutum í PW1100G hreyfla þotnanna.

3. maí 2023
|
Air Greenland mun í sumar taka á leigu Boeing 737-800 þotu frá danska flugfélaginu Jettime sem verður notuð til þessa að anna eftirspurn yfir sumartímann í flugi milli Grænlands og Kaupmannahafnar og

13. mars 2023
|
Fjórar farþegaflugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX 8 í flota kanadíska flugfélagsins Flair Airlines voru gerðar upptækar um helgina vegna viðskiptalegs ágreinings á milli fjárfestingarsjóðs í New Yor

8. júní 2023
|
Senn styttist í að ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air taki við sinni tvö hundruðustu flugvél en við lok seinasta fjármálaárs, þann 31. mars sl. stóð flugflotinn í 179 flugvélum og samanstendur a

7. júní 2023
|
Þegar er farið að örla á seinkunum á samgöngum í Evrópu og hafa evrópsk yfirvöld varað þá aðila sem eiga hlut að máli að huga sem fyrst að því að grípa í taumana til að draga úr áhrifum sem gæti or

5. júní 2023
|
Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur gefið frá sér skýrslu varðandi alvarlegt flugatvik sem átti sér stað á Charles de Gaulle flugvellinum í París fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

5. júní 2023
|
Fyrri lendingarkeppni sumarsins á vegum Flugklúbbs Mosfellsbæjar fór fram í gær á Tungubökkum.

5. júní 2023
|
Icelandair hefur undirritað samstarfssamning við Turkish Airlines um sameiginlega farmiðaútgáfu sem þýðir að farþegar fá aðgang að áfangastöðum flugfélaganna beggja á einni bókun í gegnum bókunarkerf

1. júní 2023
|
Nýtt breskt sprotaflugfélag, Global Airlines, hefur fest kaup á sinni fyrstu þotu sem er risaþota af gerðinni Airbus A380 sem mun hefja áætlunarflug frá Gatwick-flugvellinum í London næsta vor.

1. júní 2023
|
SAS (Scandinavian Airlines) hefur opnað fyrir bókanir fyrir fyrstu flugferðir félagsins með rafmagnsflugvél þrátt fyrir að áformað sé að fyrsta rafmagnsflugið verði ekki flogið fyrr en árið 2028.

31. maí 2023
|
Air Greenland hefur neyðst til þess að taka tímabundið á leigu Boeing 777 þotu og Boeing 737 þotu eftir að nýja Airbus A330neo breiðþota félagsins varð fyrir atviki á flugvellinum í Kaupmannahöfn f