flugfréttir
Icelandair og Turkish Airlines undirrita samstarfssamning

Frá undirritun samnings Icelandair og Turkish Airlines í Istanbul í gær
Icelandair hefur undirritað samstarfssamning við Turkish Airlines um sameiginlega farmiðaútgáfu sem þýðir að farþegar fá aðgang að áfangastöðum flugfélaganna beggja á einni bókun í gegnum bókunarkerfi Icelandair og Turkish Airlines.
Um svokallaðan „codeshared agreement“ samning er að ræða og segir í fréttatilkynningu
Icelandair að samningurinn stórauki framboð á þægilegum tengingum þar sem viðskiptavinir ferðast á einum farmiða og
innrita farangurinn alla leið á lokaáfangastað.
Fram kemur að með þessu geti farþegar í Norður-Ameríku flogið til Íslands og áfram til Evrópu og þaðan með Turkish Airlines til fjölda áfangastaða
í Asíu og í Miðuausturlöndum og víðar.
Samningurinn var undirritaður í gær í Istanbul í Tyrklandi þar sem aðalfundur
Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) fór fram.
Turkish Airlines er eitt stærsta flugfélag heims er kemur að flugflota og fjölda áfangastaða
en ekkert flugfélag í heiminum flýgur til eins margra alþjóðlegra áfangastaða frá sama
flugvellinum líkt og Turkish Airlines.
Áfangastaðir flugfélagsins eru 344 talsins í 129 löndum og þá telur flugfloti félagsins alls 400 þotur frá
Boeing og Airbus.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.