flugfréttir
Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar
Boeing 767 fraktþota frá FedEx Express
Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktflugi hefur dvínað að undanförnu.
Raj Subramaniam, forstjóri FedEx Corporation, sagði í ávarpi sínu í vikunni að FedEx hefði
nú þegar tekið úr umferð 18 fraktflugvélar og þar á meðal tólf þotur af gerðinni McDonnell
Douglas MD-11F en stefnt er á að taka að minnsta kosti 29 þotur til viðbótar úr flotanum.
Fram kemur að FedEx hafi dregið úr fraktflugi um 12 prósent samanborið við síðustu ár
og þá einna helst hefur félagið dregið úr fraktflugi yfir Atlantshafið og Kyrrahafið til þess að
mæta þeirri eftirspurn sem er í gangi hverju sinni.
Þá hefur FedEx einnig fækkað starfsmönnum um 29 þúsund að undanförnu og lokað
einhverjum starfsstöðvum en fyrirtækið hefur verið í sparnaðaraðgerðum og vonast FedEx til
þess að verða búið að ná niður rekstarkostnaði um 4 milljarða dali í júní á næsta ári.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.