flugfréttir
Bell kynnir nýja útgáfu af 429 með hjólabúnaði

Bell 429WLG þyrlan kemur með hjólabúnaði í stað skíða
Bell Helicopter hefur kynnt nýja tegund af 429 þyrlunni sem kemur með hjólabúnaði í stað skíða.
429WLG þyrlan, sem kostar 735 milljarða, nær 152 hnúta hraða en vegna hjólabúnaðarins
verður hún 113 kílóum þyngri en hefðbundna 429 sem kom á markaðinn árið 2007.
Bell gerir ráð fyrir að markaður sé fyrir þyrluna fyrir viðskiptavini sem vilja geta taxað þyrlunni en
framleiðandinn ákvað að smíða þessa tegund vegna áskoranna frá mörgum aðilum.
Bell 429 var þróuð og hönnuð af Bell í samstarfi við Korea Aerospace Industries en meðal þeirra
viðskiptavina sem nota þyrluna er ástralski sjóherinn og lögreglan í Fairfax County í Virginíu.


17. janúar 2019
|
Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

27. nóvember 2018
|
Flugmálayfirvöld í Ísrael hafa komist að þeirri niðurstöðu að rangar þyngdarupplýsingar upp á 40 tonn hafi valdið því að Boeing 787-9 þota frá El Al Israel Airlines átti í erfiðleikum með að hefja s

21. janúar 2019
|
Airbus A319 þotan verður framleidd áfram af Airbus þrátt fyrir að eftirspurn eftir henni hefur ekki verið mikil en aðeins hafa fjögur flugfélög pantað 55 eintök af nýju A319 þotunni samanborið við 4.

23. febrúar 2019
|
Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyri

23. febrúar 2019
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér aðvörun þar sem bandarískum flugfélögum er ráðlagt að hafa varann á ef flogið er í gegnum lofthelgi Venesúela vegna vaxandi óstöðugleika.

22. febrúar 2019
|
British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

22. febrúar 2019
|
Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

21. febrúar 2019
|
Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

20. febrúar 2019
|
Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

20. febrúar 2019
|
Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

19. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.