flugfréttir
Málmhlutur sem skolaði á land tilheyrir ekki flugi MH370

Sólarupprás yfir bænum Augusta við suðvesturodda Ástralíu
Samgönguöryggisnefnd Ástralíu (ATSB) segir að sá hlutur sem skolaði upp á land á vesturströnd Ástralíu tilheyri ekki flaki malasísku farþegaþotunnar.
Þetta kemur fram í frétt news.com.au en hluturinn, sem er úr málmi og er 2,5 metrar á lengd, inniheldur hnoð líkt og einingar á farþegaþotum.
Samkvæmd frétt Sydney Morning Herald kemur hinsvegar fram að enn sé verið að rannsaka hvort að hluturinn
tilheyri malasísku farþegaþotunni.
Lögreglan í bænum Busselton hafði afmarkað þann stað þar sem hluturinn var staðsettur á ströndinni og hefur verið beðið
eftir frekari fyrirmæla frá samgönguöryggisnefnd Ástralíu (ATSB) en lögreglan flutti hlutinn á lögreglustöð þar sem m.a.
voru teknar myndir af honum.
Engin áletrun er á málmhlutnum sem rak á land nálægt bænum Augusta, í um 320 kílómetra fjarlægð frá Perth, en það
var einstaklingur sem kom auga á hlutinn á ströndinni og lét sveitunga á næsta bóndabæ vita áður en lögreglu var gert viðvart.
Lögregla segir að aðilinn sem fann hlutinn hefur sennilega haldið þessu leyndu í einn eða tvo sólarhringa áður
en hann lét fólk vita af því sem hann sá á ströndinni.
Ástralski fréttamiðillinn Perth News segir að sjálfboðaliðar séu að skipuleggja frekari leit meðfram ströndinni ef
lögreglan í Western Australia fer fram á slíka leit.
Paul Higginson, yfirmaður björgunarsveitarinnar í Augusta, segir að margir íbúar telji líklegt að ef vélin hafi
farist undan ströndum Ástralíu, þá væri mjög sennilegt að brak myndi skola á land á þessu svæði.
Mikið af hlutum af ýmsu tagi skolar upp á land á þessum slóðum þar sem Leeuwin-hafstraumurinn er mjög sterkur og liggur
1.500 kílómetra vestur út á haf frá bænum Augusta.
"Þetta er mjög afskekt svæði og aðeins nokkrir bændur sem búa þarna við sjóinn. Stundum sér maður þá á mótórhjólum
í sandinum að leita af hlutum sem hafa skolað upp á land - Ef einn svona hlutur, sem gæti verið úr flugvélinni skolar upp á land, þá eru fleiri þarna úti", segir
Higginson.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.