flugfréttir

Aðstandendur hafa 26 spurningar varðandi hvarf vélarinnar

- Munu krefjast þess að fá svör m.a. frá Boeing

25. apríl 2014

|

Frétt skrifuð kl. 05:48

Aðstandendur og fjölskyldur hafa 26 spurningar sem þeir vilja fá svör við

Upp úr sauð í gærkvöldi á fundi er fjölskyldur og aðstandendur þeirra farþega, sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, hittu starfsmenn Malaysia Airlines á hóteli í Peking en lögregla þurfti að grípa inn í og skakka leikinn.

Malasísk yfirvöld höfðu haldið blaðmannafund daglega þar sem fjölskyldum og fjölmiðlum var sagt reglulega frá stöðu mála af leitinni að vélinni en slíkir fundir hafa ekki átt sér stað í þrjár vikur. Mikil reiði braust úr meðal aðstandenda sem kröfðust að fundirnir yrðu teknir upp að nýju.

Aðstandendur hafa meðal annars brugðið á það ráð að mótmæla vinnubrögðum stjórnvalda með því að fara í hungurverkfall en er varaforstjóri Malaysia Airlines, Jaffar Derus Ahmad, benti aðstandenum á að nærast og fá sér morgunmat á hótelinu, féll einn einstaklingur í yfirlið sökum næringarskorts sem olli því að upp úr sauð.

"Þetta er ykkur að kenna", hrópaði einn í hópi aðstandenda og færðist þá mikil hiti í fólk sem varð til þess að lögregla þurfti að skakka leikinn.

Najib Razak, forseti Malaysíu, sagði að malasíska ríkisstjórnin sé að vinna að skýrslu um hvarf vélarinnar sem verður birt í næstu viku en þegar er búið að senda skýrsluna til Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO).

Aðstandendur ætla að krefjast þess að fá svör frá Boeing

Meðan að aðstandendur hafa beytt malasískum stjórnvöldum þrýstingi þá er sagt að hluti af þeim ætli sér að fá svör frá Boeing og eru um að ræða spurningar á borð við tæknilegan þátt Boeing 777 farþegaþotunnar en ekki hefur tekist að fá svör við þeim spurningum frá Malaysia Airlines.

Spurningarnar 26 sem aðstandendur og fjölskyldur vilja fá svör við

Á vefsíðunni http://blog.sina.com.cn/s/blog_12ece77a00101eh9v.html koma fram 26 spurningar sem aðstandendur og fjölskyldur krefjast þess að fá svör við. Spurningarnar eru eftirfarandi:

Spurningar er varða neyðarsenda vélarinnar (Emergency Locator Transmitter)

1. - Hversu margir neyðarsendar (Emergency Locator Transmitter) eru á Boeing 777 vélinni ef taldir eru bæði þeir sem eru fastir og færanlegir. Við viljum vita hversu margir þeir eru?

2. - Gengust neyðarsendarnir undir reglubundið eftirlit af viðhaldsdeild Malaysia Airlines og hvenær voru sendarnir skoðaðir seinast?

3. - Hvernig var staðið að vottun á 406 MHz tíðninni sem tilheyrir neyðarsendunum?

4. - Geta neyðarsendarnir brotnað við höggið er flugvél hrapar og hvar nákvæmlega eru sendarnir staðsettir á Boeing 777 vélunum?

5. - Eru neyðarsendarnir varðir innan í skrokk vélarinnar? - Getur merkið frá þeim orðið veikara ef það er umkringt málmi? (ef búkurinn eða hluti vélarinnar kringum sendinn er úr málmi)

6. - Hversu mikið högg þarf að koma á vélina svo að neyðarsendarnir fara í gang? Fóru þessir sendar í gang í flugslysinu er Asiana Airlines vélin brotlenti í San Francisco og í Air France slysinu?

7. - Er 121.5 MHz og 243 MHz tíðnin gangslaus ef flugvél brotlendir á sjó eða vatni?

8. - Getur gervitungl greind merki frá neyðarsendunum á 406 MHz tíðninni?

9. - Er 406 MHz tíðnin aðskilin frá 121.5 MHz og 243 MHz?

10. - Er áhöfnin þjálfuð fyrir notkun á neyðarsendunum?

11. - Getur neyðarsendirinn brotnað af og farið ofan í sjóinn?

12. - Ef reynt er að lenda flugvél á vatni, er þá hægt að virkja neyðarsendinn?

Spurningar er snúa að svarta kassanum

13. - Hvað er serial-númerið á svarta kassanum á 9M-MRO vélinni og hver framleiðir kassana?

14. - Hverskonar merki eru það sem svarti kassinn sendir frá sér. Eru það púlsmerki og hver er lögun þeirra hljóðbylgna sem koma frá honum?

15. - Hvernig kemur Boeing að rannsókninni á þeim hljóðmerkjum sem heyrðust frá svörtu kössunum og hvernig er hægt að vita að það sé sama tegund af svörtu kössunum og voru í vélinni?

16. - Hversu mörg gögn getur flugritinn haldið utan um?

17. - Hversu mikinn tíma af upptöku getur hljóðritinn geymt?

18. - Er hægt að staðsetja svarta kassann út frá tíðninni 33,3 khz?

19. - Geta rannsóknaraðilar rannsakað hvort að púlsmerki gætu hafa heyrst á 33,3 kHz tíðninni vegna þess að rafhlöðurnar voru að tæmast?

Spruningar er varða önnur atriði

20. - Hver er hlutverk Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) þegar flugvél hverfur? - Hvaða samtökum tilheyrir Malaysia Airlines?

21. - Við viljum fá að skoða logbókina

22. - Vil viljum fá að skoða upptökur frá flugumferðarstjórn sem inniheldur samtöl flugumferðarstjóra við flugmenn vélarinnar

23. - Við viljum fá upplýsingar og símanúmer hjá gervihnattarfyrirtækinu Inmarsat og einnig símanúmer hjá samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB)?

24. - Hafa leitarflokkar komist að endanlegri niðurstöðu eftir leitina á þeim svæðum sem staðsett eru vestur af Ástralíu?

25. - Hver er réttur aðstandenda?

26. - Við viljum fá hljóðupptökur frá flugumferðarstjórninni kvöldið sem vélin hvarf.

Sjálfvirka kafbátarvélmennið Bluefin-21 mun um helgina ljúka við að kortleggja hafsbotnin á því svæði sem leitin hefur beinst að en haffræðingurinn Jules Jaffe segir að hann telji að líkurnar á að eitthvað finnist á þeim stað þar sem kafbáturinn hefur farið í 12 neðansjávarleiðangri séu 1 á móti 10.

Sagt er að malasísk og áströlsk stjórnvöld séu að setja upp leitaráætlun sem muni taka við eftir að kortlagningu á hafsbotninum lýkur og sé um að ræða aðgerðir sem gætu tekið mánuði og jafnvel ár.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga