flugfréttir
Vill að óháðir aðilar rannsaki hvarf vélarinnar en ekki yfirvöld
- "Erfiðast að lifa í óvissunni" - Hafa ekki trú á upplýsingum frá gervihnöttum

Sarah Bajc vill að öll gögn rannsóknarinnar og þ.á.m. úr gervihnöttum verði komið til óháðrar aðila
Tveir mánuðir eru í dag síðan að malasíska farþegaþotan hvarf á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking og eru rannsóknaraðilar komnar á byrjunarreit og eru engu nær þrátt fyrir að leitin sé orðin sú dýrasta sem sögur fara af.
Notnotendur á samfélagsmiðlum á borð við Twitter hafa velt fyrir sér þeirri fækkun sem orðið
hefur á fréttaflutningi af vélinni í stærstu fjölmiðlum heimsins á síðustu dögum frá því að yfirvöld tilkynntu að verið væri
að undirbúa næstu lotu í leitinni.
Neðansjávarleit á hafsbotni á leitarsvæðinu í Suður-Indlandshafi
hefur engann árangur borið en ástralska skipið Ocean Shield, þaðan sem kortlagningu var stjórnað með sjálvirka kafbátnum Bluefin-21, hefur verið núna í höfn í Ástralíu til að sækja birgðir.
Rannsóknaraðilar hafa sest aftur niður að borðinu og rýna nú í þær takmörkuðu upplýsingar sem eru fyrir hendi
og er verið að rekja slóðina upp á nýtt og ganga úr skugga um að allir útreikningar hafi verið gerðir rétt þegar leitin hófst.

Útreikningar frá gervihnettinum Inmarsar-3 bentu til að vélin hefði farist í Suður-Indlandshafi
Hafa ekki trú á gervitunglaupplýsingar og undrast að Suður-Indlandshaf sé eini möguleikinn
Yfir 350 aðstandendur og fjölskyldur, sem áttu ættingja um borð í vélinni, sendu sl. þriðjudag opinbert bréf
til yfirvalda í Malaysíu, Kína og Ástralíu þar sem lýst var yfir vantrú á leitaraðgerðum og ættingjar spyrja í bréfinu
hversvegna stjórnvöld eru svona sannfærð um að vélin hafi farist yfir Suður-Indlandshafi þegar engin ummerki
hafa komið í ljós um vélina og ekkert flak fundist.
Í bréfinu segjast fjölskyldurnar vera mjög ósammála þeim tölfræðiupplýsingum sem færðar hafa verið fram
sem eiga að styðjast við útreikninga frá gervitunglum og segja aðstandendur það undarlegt að ekki sé
athugað með þann möguleika að flugvélin hafi flogið í allt aðra átt og mæla þau með því að horft sé út fyrir kassann.
Betra að vita að ættingjarnir séu látnir heldur en að lifa í óvissunni
Sarah Bajc, unnusta tölvufræðingsins frá Texas, Peter Wood, sem var farþegi um borð í vélinni, sagði að hún
og aðstandendur hafa ekki trú á hvernig staðið hafi verið að rannsókninni og bendir hún á að aðrir, óháðir aðilir
ætti að koma að rannsókninni áður en hlutirnir fari á verri veg.

Sarah Bacj ásamt unnusta sínum Peter Wood sem var um borð í vélinni
Bajc sagði að lifa í óvissunni væri verra en að vita að ættingjarnir væru ekki á lífi. - "Ef við vissum að ættingjar okkar
væru látnir þá gætum við syrgt þá og haldið áfram með líf okkar - Það að vita ekkert er það versta", segir Bajc sem
tekur fram að malasísk stjórnvöld hafi ekki hlustað á fjölskyldurnar í 2 mánuði frá því vélin hvarf.
Vill að aðrir og óháðir aðilar taki að sér rannsóknina
Bajc sagði að stjórnvöld ættu ekki að stýra rannsókninni og ætti að koma öllum upplýsingunum í hendurnar
á Wood Hole Oceanographic Institute hafrannsóknarstofnunina (WHOI) sem er sú stofnun sem fann flak Air France
vélarinnar árið 2011, tveimur árum eftir að hún fórst.
Sarah Bacj kom með þessa yfirlýsingu nokkrum klukkutímum eftir að yfirvöld í Ástralíu lýstu því yfir að sennilega
tæki það tvær vikur að fara yfir öll gögnin aftur til að ganga úr skugga um að útreikningar á gervihnattarupplýsingum og gögnum úr ratskjá væru
réttar.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.