flugfréttir

Verðlaunafé í boði fyrir uppljóstrara eða þann sem veit hvar vélin er

- Fjölskyldur hrinda af stað hópstyrktarátaki á fjármögnunarvefsíðu

7. júní 2014

|

Frétt skrifuð kl. 00:44

Sarah Bajc vonast til að hægt verði að safna upphæð til að nota sem verðlaunafé og til að styrkja einkarannsókn á hvarfi flugs MH370

Fjölskyldur og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni eru að fara af stað með söfnun til að fjármagna óháða rannsókn á hvarfi vélarinnar þar sem mjög illa hefur fengið að ná árangri í þeirri leit sem hefur farið fram.

Takmarkið er að safna 5 milljónum bandaríkjadala, eða sem nemur 564 milljónum króna sem skiptist í 338 milljóna króna verðlaunafé fyrir þann aðila, eða uppljóstrara, sem kann að luma á upplýsingum um hvað varð af vélinni og 225 milljóna króna fé fyrir þann sem getur tekið að sér einkarannsókn á málinu.

Herferðin hefur fengið yfirskriftina "Reward MH370: The Search for the Truth" og verður henni fromlega ýtt úr vör á mánudaginn eftir helgi gegnum hópstyrkarvefsíðuna Indiegogo en að söfnuninni standa m.a. fjölskyldur frá Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Frakklandi og Indlandi en engar malasískar eða kínverskar fjölskyldur taka þátt í þessu verkefni.

Sarah Bajac, unnusta Peter Woods, sem var um borð í vélinni, segir nauðsynlegt að að líta á hversu margt hefur brugðist í leitinni og hafa rannsóknaraðilum mistekist að finna flak vélarinnar.

"Við erum að taka þetta í okkar eigin hendur - Það eru engar vísbendingar sem hafa komið fram og við erum viss um að einhver er að halda einhverju leyndu fyrir okkur", segir Sarah Bajac í viðtali við USA Today.

"Við vitum að 2 milljónir bandaríkjadala er ekki há upphæð fyrir rannsóknarvinnu sem myndi ekki ná langt þar sem þegar er búið að verja yfir 100 milljónum dala í leitina sem hefur ekki skilað neinum árangri. En við erum ekki að fara nota peninginn í að senda báta út á sjó til að leita af vélinni - heldur munum við nálgast þetta með mannlegu hugviti og upplýsingaöflun", segir Sarah Bajac.

"Aðstandendur vona að með þessu muni uppljóstrari stíga fram og segja "ég get sagt ykkur hvar vélin er" eða "ég hef upplýsingar sem geta komið að góðum notum".







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga