flugfréttir
Aldrei var leitað á heitasta svæðinu sem kom sterklegast til greina
- Skipið Ocean Shield fór ekki á það svæði sem sérfræðingar Inmarsat mæltu með

Leitin einblíndist það mikið að hljóðmerkjunum sem greindust í sjónum að aldrei var leitað á svæðinu sem komst sterklegast til greina
Breska gervihnattarfyrirtækið Inmarsat segir að aldrei hafi verið leitað á þeim stað sem kom sterklegast til greina sem sá staður þar sem malasíska farþegaþotan gæti hafa farist þegar leitin af vélinni stóð sem hæst yfir í vor.
Inmarsat, sem tók á móti nokkrum merkjum frá malasísku flugvélinni gegnum gervihnött, eftir að hún
hvarf af ratsjá, segir að þrátt fyrir alla þá leit sem gerð var hafi ekki enn verið leitað á "heitasta staðnum" sem er svæði
sem sérfræðingar Inmarsat mæltu með og töldu að þar væri flak vélarinnar að finna.
Yfirmaður Inmarsat, sagði í nýlegu sjónvarpsviðtali á BBC að ástæðan fyrir því að ekki var leitað á þessu tiltekna
svæði sé sennilega sú að ástralska skipið Ocean Shield, sem notaði leitarbúnaðinn Towed Pinger Locator og síðar sjálfvirka
kafbátavélmennið Bluefin-21, hafi verið of upptekið við að eltast við hljóðmerkin fjögur sem greindust í sjónum.
Þau hljóðmerki greindust með Towed Pinger Locator búnaðinum þegar skipið var á leiðinni á leitarsvæðið og var talið
að þar hafi verið á ferðinni hljóðbylgjur frá svörtu kössum vélarinnar en mörgum vikum síðar var talið að þau merki
hafi eftir allt saman verið bylgjur frá skipinu
sjálfu eða öðrum skipum sem voru við leit.

Frá höfuðstöðvum Inmarsat í London
"Þetta var alls ekki "heita svæðið" sem þeir voru að leita á allan tímann á - það lá miklu meira til norðaustur en það
svæði sem við vorum búnir að mæla með sem líklegasti staðurinn þar sem flakið væri að finna", segir Chris Ashton, hjá Inmarsat.
Á klukkutíma fresti gaf búnaður malasísku vélarinnar frá sér merki til gervitungls nóttina sem vélin hvarf.
Sérfræðingar notuðu þau merki til að reikna leið vélarinnar m.a. við farflugshraða, stefnu og var miðað við að vélin væri á sjálfstýringu en með því reiknuðu þeir út það svæði sem þeir töldu að kæmi sterklegast til greina.
Leitarskipið Ocean Shield fór aldrei á "heita svæðið"
Skipið Ocean Shield var ekki komið á þetta "heita svæði" þegar allt fór að snúast um hljóðmerki sem greindust í sjónum
og fór skipið strax að athuga hvort að þessi merki væru að koma frá flugritunum.

Ástralska skipið Ocean Shield
"Við náðum að finna mjög trúlega flugleið sem kom heim og saman við hvert augnablik er vélin sendi frá sér
merki til gervitunglins og það passaði við tímasetningarnar og við vorum búnir að njörva niður þann stað sem við töldum að vélin hefði endað flugferð sína, segir Ashton.
Hlé stendur nú yfir á leitinni fram í ágúst en þegar hún mun hefjast að nýju mun "heita svæðið" gegna lykilhluverki í
leitinni og verður einblínt bæði á það og aðrar niðurstöður sem verið er að vinna úr.
"Annaðhvort Inmarsat eða malasíska ríkisstjórnin eru að ljúga"
Ethan Hunt, forsvarsmaður fyrir verkefninu "Reward MH370: The Search for the Truth", þar sem verið er að safna yfir 500 milljónum króna í verðlaunafé, segist vona að einhvern uppljóstrari "þarna úti" muni stíga fram og koma
með góðar vísbendingar sem gæti leyst ráðgátuna.
Hunt segir að hvorki Inmarsat né hreyflaframleiðandinn Rolls-Royce hafi birt þau gögn opinberlega sem þeir hafa undir
höndum sem notuð hafa verið í rannsókn við leitina að vélinni.

Fjölskyldufaðir spyr heiminn hvar konan hans er, 17 ára sonur sinn og 13 ára dóttir sín. Öll voru þau um borð í malasísku flugvélinni
Sarah Bajc, unnusta Peter Woods, sem var um borð í vélinni, segir að ef Inmarsat hefði ekkert að fela myndu þeir
birta allar upplýsingarnar - "Ef það eru ekki þeir, þá er það malasíska ríkisstjórnin sem er að fela sannleikann - en malasísk stjórnvöld segja að búð er að birta öll gögn sem þeir fengu í hendurnar - Það er augljóst að annar hvort aðilinn er að ljúga", segir Bajc.
Ethan Hunt efast um þá viðamiklu leit sem fram hefur farið í Suður-Indlandshafi og mun hefjast að nýju í ágúst og
segir hann að svo lengi sem öll gögn eru ekki birt þá er verið að eyða skattpeningum íbúa Ástralíu í rugl.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.