flugfréttir

Flugmaður hjá Cargolux náði þessum mögnuðu myndum af undarlegu fyrirbæri yfir Kyrrahafi

- Segist aldrei áður hafa séð neitt þessu líkt á sínum flugferli

1. september 2014

|

Frétt skrifuð kl. 20:27

Hollenski flugmaðurinn Heijst náði mörgum mögnuðum myndum af þessu fyrirbæri

Flugmenn hjá Cargolux urðu vitni að undarlegum atburði á himni þann 25. águst er þeir voru að fljúga fraktflug frá Hong Kong til Alaska þegar rauðglóandi ský fóru að nálgast þá yfir Kyrrahafinu.

Aðstoðarflugmaðurinn, Christiaan van Heijst, náði þessum mögnuðum myndum af fyrirbærinu sem hafa sl. daga farið víða á veraldarvefnum og einnig hafa ýmsir fréttamiðlar birt fréttir um þá reynslu sem flugmennirnir upplifðu.

"Seinustu nótt, yfir Kyrrahafinu, einhversstaðar suður af Kamchatka-skaga upplifði ég það dularfullasta sem ég hef orðið vitni að á mínum flugferli", segir Heijst sem er 31 árs.

"Við vorum komnir 5 tíma áleiðis frá Hong Kong í 34.000 fetum og áttum 4 til 5 tíma eftir til Alaska. Við vorum búnir að heyra að eldgos vær í gangi á Íslandi og um jarðskjálfta í San Francisco og Chile og vissum að á leiðinni okkar væru eldfjöll sem gætu eða gætu ekki byrjað að gjósa", segir Heijst.

"Skyndilega í mikilli fjarlægð byrjum við að sjá þessa ljósblossa lengst við sjóndeildarhringinn. Það voru engar þrumur á radarnum framundan og fylgdumst við vel með veðursjánni ef það væri einhverskonar veður framundan sem ekki væri að koma fram á tækjunum hjá okkur".

20 mínútum síðar varð Heijst og flugstjórinn varir við að skýin í kringum þá voru eldrauð og glóandi - "Þetta var mjög skrítið þar sem framundan átti ekkert að vera nema endalaust haf í mörg hundruð kílómetra fjarlægt".

Heijst segir að þetta hefði minnt á upplýsta stórborg gegnum skýin eða risastóra höfn en samt ekki þar sem liturinn hefði þá verið gulur og daufari en ekki blóðrauður.

Tveir klukkutíma voru í næsta flugvöll en flugmennirnir ákváðu að storka ekki örlögunum og halda áfram yfir rauðglóandi skýin og segir Heijst að þeim hefði ekki staðið á sama og tilfinningin hefði verið óþægileg.

Christiaan van Heijst er fraktflugmaður hjá
Cargolux og flýgur Boeing 747-8F



Engin önnur flugvél á svæðinu

Flugmennirnir tilkynntu flugumferðarstjórninni um það sem þeir sáu og tóku myndir af því en á jörðu niðri sáu menn ekki neitt sem benti til þess að eldgos væri neinsstaðar á svæðinu og næsta flugvél var í um 1.800 kílómetra fjarlægð svo ekki var hægt að fá staðfestingu frá fleiri flugmönnum.

Heijst segir að hann hafi sett myndirnar á myndablog-vefsíðu sína en síðustu daga hafi fjölmargir vísindamenn og jarðfræðingar haft samband við hann.

"Þetta var mjög heillandi að sjá og margir sem eru mjög áhugasamir um að vita hvað þarna var á seiði. Ég hef lesið mig til um ljósfyrirbæri og ég hef séð nokkur undarleg ljós á himni en ekkert þessu líkt", segir Heijst.

Flugmennirnir hafa einnig fengið neikvæð viðbrögð frá nokkrum aðilum sem telja að myndirnar séu falsaðar.

Myndir sem Christiaan van Heijst birti á Pbase-myndasíðu sinni:





















Myndavélin góða að degi til sem Heijst brúkar í háloftunum







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga