flugfréttir
Yfirmaður lögreglunnar í Indónesíu: „Ég veit hvað varð um flug MH370“

Sutarman, yfirmaður indónesísku lögreglunnar segist hafa fengið að heyra hvað varð um flug MH370
Ríkislögreglustjórinn í Indónesíu segist vita hvað varð um malasísku farþegaþotuna, flug MH370, sem hvarf í mars í vor.
Indónesíski lögreglustjórinn, Sutarman, átti fund með ráðamönnum sl. mánudag ásamt yfirmönnum lögreglunnar þegar
hann sagði „ég veit hvað varð um flug MH370“ en það þykir renna stoðum undir þær kenningar sem hafa verið á kreiki um
að stjórnvöld hafi allan tímann vitað um afdrif vélarinnar en hafi kosið að halda ráðgátunni leyndri.
Sutarman sagði þetta í viðurvist yfirmanna indónesíska lágfargjaldafélagsins Lion Air og æðstu yfirmanna lögreglunnar í Jakarta.

Khalid Abu Bakar, ríkislögreglustjórinn í Malaysíu, ætlar sér að
eiga fund með Sutarman á næstu dögum
Khalid Abu Bakar, ríkislögreglustjórinn í Malaysíu, segir að honum hafi verið brugðið við þessar fregnir en ekki fylgir fréttinni
hvað varð um vélina að sögn Sutarman.
Abu Bakar segir að hann muni hitta Suterman á næstunni til að komast til
botns í þessu og segist undrast að ekki hafi verið tilkynnt um þetta formlega hjá malasísku lögreglunni.
Sagt er að að Sutarman hafi sagt orðrétt: "Ég átti samtal við Tun Mohammed Hanif Omar, hjá lögreglunni í Malaysíu og ég
veit núna hvað varð um malasísku flugvélina" en Mohammed Omar lét af störfum sem ríkislögreglustjóri árið 1994 og tók Khalid Abu Bakar við af honum.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.