flugfréttir
„99,9 prósent líkur á að við finnum flug MH370“

Hishammuddin Hussein, varnarmálaráðherra Malaysíu, ávarpaði leitarflokka í Ástralíu í gær er skipið sótti birgðir og vistir
Leitin að flugi MH370 stendur nú í fullum gangi og sagði Hishammuddin Hussein, varnarmálaráðherra Malaysíu að ekkert verði gefið eftir og sagðist hann vera 99,9 prósent viss um að malasíska farþegþotan muni koma í leitirnar.
Hollenska leitarskipið Fugro Discovery slóst í hópinn í gær með hinum leitarskipunum tveimur og mun það hefja neðansjávarleit og styðjast við þær upplýsingar sem safnað var frá því hafsbotninn var kortlagður í sumar í Suður-Indlandshafinu en malasíska skipið GO Phoenix kom til baka til hafnar á dögunum í Fremantle til að sækja vistir og fer aftur út á haf í dag.
"Með alla þá tækni sem við höfum, og að verið er að leita á réttum stað, þá erum við að tala um 99,9 prósent
líkur", sagði Hussein er hann hitti og ávarpaði áhöfnina á leitarskipinu GO Phoenix í Freemantle í Ástralíu í gær.
Evan Tanner, verkefnastjóri yfir leitinni, sagði að sónarbúnaðurinn sem notaður er, getur greint hluti sem eru 10 cm á stærð í kílómeters fjarlægð sem samsvarar stærð á kókdós.

Leitarbúnaði komið fyrir um borð í GO Phoenix í gær í Fremantle í Ástralíu
Hussein sagði með nýjustu sónartækni sem völ er á hefði hann fulla trú á að vélin muni finnast og væri enginn
tímarammi í gangi varðandi hvenær leitin mun taka enda.
"Við verðum að halda í voninni því stundum er vonin það eina sem til þarf - við munum finna MH370"
Stjórnvöld á Indónesíu á varðbergi gagnvart braki
Þá hafa stjórnvöld á Indónesíu verið á varðbergi ef eitthvað brak úr vélinni mun eða hefur skolað á land við strendur landsins
en flugöryggisstofnun Ástralíu (ATSB) segist fá reglulega tilkynningu frá almenningi í Ástralíu sem telur sig hafa fundið
torkennilega hluti við strendur Ástralíu sem gæti verið brak úr vélinni.
Yfirvöld í Ástralíu telja ósennilegt að brak muni hafa rekið til Ástralíu með tilliti til hafsstrauma og telja meiri líkur á að brak
gæti hafa frekar rekið í átt að Indónesíu.
Leitarskipið GO Phoenix heldur aftur út á Suður-Indlandshaf í dag og slæst í hópinn með Fugro Discovery og Fugro Equator


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.