flugfréttir

Spenging varð í eldflaugahreyfli er hann var ræstur í 45.000 fetum

- Meðvitaðir um áhættuna sem fylgir nýju geimferðarverkefni

31. október 2014

|

Frétt skrifuð kl. 23:37

Brak SpaceShipTwo í Mojave-eyðimörkinni skammt frá bænum Cantil

Sprenging í eldflaugahreyfli olli því að geimflugvél Virgin Galactic, SpaceShipTwo, hrapaði til jarðar í dag en móðurvélin, WhiteKnightTwo, var nýbúin að sleppa vélinni í 45.000 fetum þegar verið var að ræsa eldflaugahreyfilinn.

Vélin var í þeirri hæð þegar hún hrapaði til jarðar kl. 17:22 í dag að íslenskum tíma um 20 kílómetra norðaustur af bænum California City í Mojave-eyðimörkinni norður af Los Angeles.

Aðstoðarflugmaðurinn lést en ekki er vitað um liðann flugstjórans sem náði að skjóta sér frá borði

Flugmenn SpaceShipTwo - Frederick CJ Sturckow (lengst til vinstri), Michael Masucci (annar frá hægri) og Peter Siebold (lengst til hægri) - Á myndina vantar Todd "Leif" Ericson. - Ekki er vitað hver af þeim var að fljúga vélinni í dag.

Geimflugvélin SpaceShipTwo hét "VSS Enterprise" og bar vélin skráninguna N339SS og var vélin sú fyrsta af þeim fimm geimflugvélum sem Virgin Galactica ætlar að smíða fyrir flugferðir með farþega út í geiminn.

VSS Enterprise var smíðuð árið 2009 af fyrirtækinu Scaled Composites og flaug vélin fyrsta flugið knúið áfram með eldflaugahreyflum í apríl árið 2013 en vélin hafði flogið 55 tilraunaflugferðir í heildina áður en slysið átti sér stað og þar af 35 flugferðir eins síns liðs eftir að hafa verið sleppt frá móðurvélinni WhiteKnightTwo.

Geimflugvöllurinn í Mojave-eyðimörkinni (Space Port)

Vélin fór í loftið frá Mojave Air and Space Port en tilgangur tilraunaflugsins í dag var að prófa endurhannaða útgáfu af eldflaughreyfli.

Sjónarvottur sagðist hafa séð vélina falla til jarðar og hafi eldflaugahreyfillinn farið nokkrum sinnum í gang en stoppast á víxl og aðrir sjónarvottar sáu fallhlíf svífa til jarðar eftir að vélin fórst en WhiteKnightTwo lenti giftusamlega.

Branson: "3% af geimförum NASA hafa týnt lífi í geimferðum"

Richard Branson, eigandi Virgin Galactic, sagði fyrir nokkrum dögum síðan í viðtali við Guardian Weekend Magazine að allir sem starfa hjá fyrirtækinu eru meðvitaðir um að nýtt geimferðarverkefni er í fæðingu og fylgi því mikil áhætta og tók hann fram að bandaríska geimferðarstofnunin NASA missti 3% af öllum þeim geimförum sem höfðu farið út í geim.

SpaceShipTwo (N348MS) hvarf af Flightradar24.com kl. 17:22 að íslenskum tíma

"Ríkisrekið fyrirtæki getur komist upp með að missa 3 prósent af sínu starfsfólki úti í geimnum en einkarekið fyrirtæki, sem býður upp á geimferðir, hefur ekki efni á að missa neinn af sínum viðskiptavinum", sagði Branson á dögunum.

George Whitesides, framkvæmdarstjóri Virgin Galactic, vottaði ættingjum og fjölskyldum aðstoðarflugmannsins samúð sína á blaðamannafundi sem fór fram í kvöld eftir slysið. - "Geimurinn er erfiður og í dag var mjög erfiður dagur", sagði Whitesides.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga