flugfréttir

Hvers vegna verða flugvélar skítugar?

19. nóvember 2014

|

Frétt skrifuð kl. 17:42

Alveg eins og maður fer með bílinn í bílaþvottastöð þá þarf líka að þrífa flugvélar

Flugvélar eiga það til að verða mjög óhreinar séu þær ekki þvegnar reglulega en skítugar vélar stinga oft í stúfa þegar þær koma inn til lendingar með drullurákir þvers og kruss um búkinn sem ætti að vera tandurhreinn undir venjulegum kringumstæðum.

Flugáhugamenn hafa meira segja gert grín af þeim flugfélögum sem hafa skítugur vélar í flota sínum og hefur Air France, Scandinavian Airlines (SAS) og Iberia verið sérstaklega þekkt fyrir að fljúga óhreinum vélum en flestar þeirra hafa verið breiðþotur félagsins á borð við Airbus A340 og Boeing 777.

Hvaðan koma óhreinindin?

En hvaðan kemur þessi drulla? - Rétt eins og bílar þá verða flugvélar einnig óhreinar en andrúmsloftið og skýin eru full af örsmáum einingum sem innihalda óhreinindi sem flugvélaskrokkurinn er mjög móttækilegur fyrir.

Það er þó fleira sem spilar inn í því útblástur frá hreyflum, bæði á vélinni sjálfri og öðrum vélum myndar einnig óhreinindi sem setjast á samskeytin í klæðningum vélanna, kringum skrúfur og einnig á vængjum.

Loftið í háloftunum er óhreinna en margan skildi gruna. Mengun, útblástur frá iðnaði, flugumferð og bílaumferð og saltmengun gerir flugvélar óhreinar og þá magnar rakinn í skýjunum óhreinindin og gerir þær enn skítugri.

Þá geta flugvélar orðið mjög skítugar á flugvöllum og sérstaklega er þær eru í flugtaksröð að bíða með vélar á borð við McDonnell Douglas MD-80 fyrir framan sig sem hafa hreyflanna á stélinu.

5 tíma tekur að þvo breiðþotu hjá United

Algengt er að flugfélögin þrífi vélarnar á 50 daga fresti en það getur þó verið oftar fyrir þær vélar sem eru nær sjónum þar sem seltan gerir þær óhreinni mun fyrr og þarf þá að þrífa þær á 30 daga fresti.

Boeing 737-800 vél United Airlines þrifin hátt og lágt

"Við þrífum vélarnar okkar að utan á 50 daga fresti og breytir það engu af hvaða tegund vélin er", segir Jennifer Dohm hjá United Airlines. - "Staðsetningin fer eftir því hvar vélin hefur viðdvöl yfir nóttu hverju sinni ef hún er þar í yfir 8 klukkustundir" en flugvélar United eru þvegnar á 14 flugvöllum í heiminum, allt frá Houston og Newark til Singapore, Sao Paulo og Hong Kong.

Það tekur yfirleitt þrjá til fimm starfsmenn um 5 klukkustundir að þrífa breiðþotu hjá United Airlines og British Airways segir að það taki 8 tíma að þrífa sínar vélar en það fer yfirleitt fram á Heathrow eða Gatwick.

Óhreinar vélar eyða meiru eldsneyti

Skítur sem safnast saman á t.a.m. Boeing 747 getur gert það að verkum að vélin eyði 1% meira eldsneyti miðað við hreina júmbó-þotu en venjulega eru flugvélar þrifnar þegar viðhald fer fram.

Þvottavélmenni hafa verið notuð við þrif á flugvélum en reynslan af þeim hefur ekki alltaf verið góð þar sem dæmi eru um að slíkur búnaður hafi valdið skemmdum á loftnetum og flugvélum.

Air France hefur notast við EcoShine þvottatæknina sem hefur leyst af hólmi hefðbundnu aðferðina við að þvo flugvélar og má með því halda vélunum hreinum í allt að sex vikur en með EcoShine hefur Air France náð því að spara sér 8 milljón lítra af vatni.

Hér að neðan má sjá nokkrar nokkrar myndir af mjög óhreinum flugvélum sem hefðu alveg mátt vera þrifnar fyrir myndatökuna.























  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga