flugfréttir

25 ár frá því að reykingar voru bannaðar um borð í innanlandsflugi vestanhafs

26. febrúar 2015

|

Frétt skrifuð kl. 07:12

Flugfreyja kveikir í vindli hjá farþega um borð í vél American Airlines árið 1949

Í gær voru 25 ár liðin frá því að reykingar voru bannaðar í innanlandsflugi vestanhafs í kjölfar reglugerðar sem Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, undirritaði um bann við reykingum um borð í innanlandsflugi árið 1998.

Reglugerð tók í gildi þann 25. febrúar árið 1990 þess efnis að farþegar mætti ekki lengur kveikja sér í sígarettu um borð í öllu innanlandsflugi í Bandaríkjunum en fyrir þann dag kveiktu flugfreyjur í sígarettum hjá farþegum.

Það var ekki fyrr en nokkrum árum fyrir aldamótin að í ljós kom að farþegum líkaði mjög vel við þessa breytingu sem kom mjög á óvart þar sem margir töldu að ómögulegt að koma á slíku banni.

Flugliðar um borð í vél LAN kveikja sér í sígarettu kringum 1960

Delta Air Lines ákvað árið 1995 að banna einnig reykingar um borð í millilandaflugi og fljótlega fóru farrýmin í vélum félagsins að ilma betur.

Árið 1964 komu skurðlæknar vestanhafs fram með skýrslu þar sem sagt var að búið væri að finna út að reykingar væru skaðlegar heilsunni en það var ekki fyrr en árið 1971 að United ákvað að bjóða upp á sérstakt reykfarrými til að hlífa reyklausum farþegum heilsunnar vegna.

Í kjölfar skýrslunnar um skaðsemi reykinga börðust flugfreyjur fyrir því að flugvélar yrðu reyklausar um miðjan sjöunda áratuginn og könnun sem gerð var á svipuðum tíma leyddi í ljós að 60% farþega sögðust verða fyrir óþægindum af sígarettureyknum.

Tveir herramenn á fyrsta farrými með pípu og vindil

"Einhver sagði að að reyksvæði í flugvél væri eins og sérstakt pissusvæði í sundlaug", sagði Dave Dobbins hjá Legacy-hópnum sem barðist á móti reykingum.

"Auðvitað áttum við von á því að missa farþega frá okkur en það virkaði akkurat öfugt því það kusu fleiri að fljúga með okkur", sagði Redmond Tyler, talsmaður Northwest Airlines á þeim tíma.

Tóbaksframleiðendu ósáttir

Ekki voru allir sáttir við reykingabannið og þar á meðal tóbaksframleiðandinn R. J. Reynolds, sem framleiðir m.a. Camel, Winston og Salem sígaretturnar, en samtök um réttindi reykingafólks Smokers Rights Alliance kröfðust þess að flugfélögin myndu leyfa farþegum að reykja á ný um borð í flugi á þeim forsendum að 35% farþega reyktu.

En tímarnir breyttust og tveimur árum síðar, árið 1997, ákváðu American Airlines og TWA í sameiningu, ásamt Delta og United, að gera öll flug reyklaus og árið 2000 undirritaði Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseti, lög um bann við reykingum um borð í öllum farþegaflugi til og frá Bandaríkjunum.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga