flugfréttir

Telur að Pútin Rússlandsforseti standi á bakvið hvarf flugs MH370

- Jeff Wise telur að vélinni hafi verið lent í Kazakhstan

26. febrúar 2015

|

Frétt skrifuð kl. 09:09

Jeff Wise (til vinstri) telur að Vladímir Pútin, Rússlandsforseti hafi fyrirskipað flugræningjum að ræna MH370

Bandarískur rithöfundur, Jeff Wise að nafni, hefur aftur komið fram með kenningu um flug MH370 þar sem hann telur að Vladímir Pútín, Rússlandsforseti, standi á bakvið hvarf malasísku farþegaþotunnar.

Jeff Wise, sem einnig er meðlimur í sjálfstæða rannsóknarhópnum Independent Group, telur að Rússar hafi rænt vélinni að beiðni Pútíns og vélinni hafi verið flogið og lent í Kazakhstan.

Wise telur að flugræningjarnir hafi átt við fjarskiptatæki vélarinnar svo þau myndu gefa frá sér röng gögn í þeim tilgangi að vélarinnar yrði leitað á kolröngum stað og segir hann að allt bendi til þess að vélinni hafi verið lent á Baikonur Cosmodrome geimskotsstöðinni Kazakhstan sem er fyrsta og stærsta stöð heims fyrir geimskot.

Nyrðri hringboginn sem var reiknaður út nær frá Taílandi til
Kazakhstan á meðan syðri nær niður til Suður-Indlandshafsi

Wise segir í viðtali við New York Magazine, sem ber yfirskriftina "How Crazy Am I To Think I Actually Know Where That Malaysia Airlines Plane Is", að hann hafi ekki hugmynd hvers vegna Pútin á að hafa viljað láta ræna stórri farþegaþotu með 239 manns innanborðs.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Wise hefur komið fram á sjónarsviðið eftir að flug MH370 hvarf þann 8. mars sl. en í desember 2014 kom hann fyrst fram með þá kenningu um að Rússar hafi rænt vélinni.

Rithöfundurinn Jeff Wise hefur lengi grunað að hvarf flugs
MH370 tengist flugráni

Wise segir að það eina sem Rússar hafa þurft að gera til að láta dæmið ganga upp væri að "falsa" upplýsingar frá gervitungli til að beina athygli heimsins frá sínu ráðabruggi - "Ef þeir hefðu farið út í eins stjarnfræðilega flóknar leyniaðgerðir þá hafa Rússar gert slíkt áður og hafa reynsluna sem til þarf", segir Wise.

"Það getur verið að eini tilgangurinn hafi verið að komast yfir leyndarmál meðal eins farþega um borð - Kannski var eitthvað mjög mikilvægt í fraktinni á vélinni - Það er ómögulegt að segja", segir Wise sem tekur það fram að það hafi verið þrír Rússar um borð í vélinni en tveir af þeim voru með úkraínskt vegabréf.

Augun hafa aldrei beinst að nyrðri hringboganum

Wise vitnar í fyrstu upplýsingarnar sem komu fram frá breska gervihnattarfyrirtækinu Inmarsat þar sem nyrðri- og syðri hringboginn kom til sögunnar og var þá annað hvort talið að vélinni hafi verið flogið norður á bóginn yfir Thailand, Kína og alveg til Kazakhstan en eftir frekari útreikninga var staðfest að vélinni hafði verið flogið í hina áttina niður eftir Suður-Indlandshafi.

Augun hafa aldrei beinst aftur að norðurleiðinni en Wise giskar á að vélinni hafi verið flogið frekar norður á bóginn en hann gerði sjálfur útreikninga á gervihnattargögnunum sem sýndu fram á að vélin hafi gefið frá sér sjö "handshake" merki en Wise snéri þeim norður eftir sjöunda hringboganum, í öfuga átt við syðri bogann, þar sem leitin stendur yfir, og fann hann út að vélin hefði geta náð til Baikonur Cosmodrome vallarins í Kazakhstan.

Jeff Wise birtist nokkrum sinnum á dag í viðtali á CNN eftir að vélin hvarf og taldi hann 50 skipti sem hann mætti í fréttasettið á fréttastöðinni bandarísku fyrstu vikurnar en á meðan lítið bitastætt hefur heyrst varðandi leitina að flugi MH370 heldur Wise áfram að grúska í gögnum og upplýsingum í von um að leysa ráðgátuna.

Myndir frá Baikonur Cosmodrome í Kazakhstan













  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga