flugfréttir

Ekki hægt að komast inn í stjórnklefann ef einhver læsir sig inni vísvitandi

- Læsingarbúnaður á hurð inn í stjórnklefa á Airbus A320 útskýrður

26. mars 2015

|

Frétt skrifuð kl. 05:05

Dyrnar á stjórnklefum eru mjög sterkar og hannaðar til þess að óviðkomandi aðili geti ekki komsti inn

Umræður hafa skapast á netmiðlum varðandi dyrnar inn í flugstjórnarklefa á flugvélum eftir að í ljós kom að annar flugmaður Germanwings-vélarinnar, sem fórst í fyrradag, komst ekki inn í klefann eftir að hafa brugðið sér frá.

Ýmsar spurningar hafa vaknað varðandi ástæðu þess að flugmaðurinn ansaði ekki hinum flugmanninum er hann kom til baka eftir að hafa brugðið sér frá samkvæmt því sem fram hefur komið eftir að farið var yfir hljóðupptökur úr hljóðrita vélarinnar.

Aðili sem kunnugur er rannsókninni sagði í gærkvöldi að heyra má á upptökunum hvar annar flugmaðurinn bankar og ber á dyrnar til að komast inn aftur en án árangurs.

SJÁ NÁNAR: Annar flugmaðurinn brá sér frá og komst ekki aftur inn í stjórnklefann

Dyrnar að stjórnklefanum um borð í Airbus-vél

Í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum þann 11. september árið 2001 voru öryggismál hert gríðarlega og þá sérstaklega er snéri að dyrum flugstjórnarklefans og hafa þá vaknað þær spurningar hvort flugfélögin séu farin að fá öryggið í bakið ef flugmennirnir komast ekki inn í klefann

Seinast átti sér stað sambærilegt atvik er aðstoðarflugmaður hjá Ethiopian Airlines læsti sig í stjórnklefa á Boeing 767 vél í fyrra er flugstjórinn brá sér á salernið og fór fram á að fá pólitískt hæli í Sviss eftir að hafa flogið vélinni til Genf en sú vél var á leið til Rómar.

Veiktist flugmanninn eða var um sjálfsmorðstilræði að ræða?

Meðal þeirra kenninga sem hafa verið ræddar er snýr að Germanwings-slysinu eru annars vegar sá möguleiki að flugmaðurinn hafi vísvitandi læst hinn flugmanninn úti í sjálfsmorðstilræði og einnig hafa verið vangaveltur varðandi þann möguleika að flugmaðurinn í stjórnklefanum hafi misst meðvitund eða jafnvel fengið hjartaáfall.

Dyralæsingin á flugstjórnarklefa á Airbus A320, sem er sama gerð af vél og fórst í Frönsku Ölpunum, er staðsett á milli flugmannanna og er um að ræða rofa með þremur mismunandi stillingum þar sem flugmenn velja þá aðgerð sem við á er áhafnarmeðlimur eða annar flugmaður þarf að komast inn í klefann.

Stillingarnar sem um ræðir eru UNLOCK, NORM og LOCK.

UNLOCK

UNLOCK aflæsir hurðinni inn í stjórnklefann og þarf að ýta rofanum upp úr NORM-stillingu yfir í UNLOCK á meðan opnað er og tekur sá rofi yfir aðrar aðgerðir á meðan. Grænt ljós birtist á talnaborði og dyrnar opnast.

NORM

Þegar NORM er valið eru dyrnar læstar á meðan þær eru lokaðar en einnig lætur það dyrnar opnast eftir að neyðarkóði hefur verið stimplaður inn en þó með 30 sekúndna biðtíma.

LOCK

LOCK læsir hurðinni algjörlega og hindrar aðgang að stjórnklefanum þrátt fyrir að ýtt sé á talnaborð og kemur upp rautt viðvörunarljós á talnaborði sem gefur til kynna að dyrnar eru læstar. Ef LOCK er valið gildir sú stilling í 20 mínútur þar til hún fer aftur yfir á NORM.

Neyðartilfelli

Ef upp kemur neyðartilfelli þar sem t.a.m. flugliði nær ekki sambandi við flugmenn sem gætu hafa misst meðvitund getur flugliði ýtt á talnaborðið til að óska eftir aðgangi. Ef það dugar ekki til er hægt að stimpla inn neyðarkóða en við það fer í gang viðvörunarhljóð í stjórnklefanum sem gefur flugmönnum tækifæri á því að hindra aðgang áfram með LOCK eða opna dyrnar með UNLOCK.

Ef engin viðbrögð eru eftir 30 sekúndur frá því að neyðarkóðinn hefur verið sleginn inn fer læsingarkerfið sjálfkrafa yfir á UNLOCK og hefur viðkomandi 5 sekúndur til að fara inn í stjórnklefann en möguleiki er á því að að flugmaðurinn sem var inni í stjórnklefanum hafi komið í veg fyrir að hinn flugmaðurinn, sem brá sér frá, gæti komist aftur inn í klefann.

Viðkomandi þarf að læsa sig inni vísvitandi

Breskur atvinnuflugmaður, sem flýgur Airbus A320, segir í ummælum á vefsíðu einni að undir öllum kringumstæðum geti flugmaður og áhöfn komist inn í stjórnklefann aftur ef annar flugmaðurinn er ekki fær um að opna eða hefur misst meðvitund.

"Það þarf einhvern sem er með meðvitund til þess að loka sig inni og hindra aðgang að stjórnklefanum og er það þá gert að ásettu ráði".

Fleiri flugmenn hafa einnig ítrekað þá staðreynd að flugmenn og flugliðar geti komist inn í stjórnklefann ef eitthvað er á seyði ekki nema að sá sem er inni í klefanum sé að hindra það.

"Ef sá sem er hinum megin við dyrnar segir "nei" þá kemstu ekki inn", segir ástralskur flugstjóri í frétt Sydney Morning Herald í morgun sem bendir á að dyrnar eru með mjög sterkum festingum til að verja stjórnklefann og væri ekki hægt að brjóta hann niður á nokkrum mínútum þótt að flugliðar og farþegar myndu hjálpast að.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga