flugfréttir

Sullenberger: „Tæknin mun ekki leysa flugmenn af hólmi“

- Kraftaverkið á Hudson-ánni hefði ekki gerst í sjálffljúgandi flugvél

16. apríl 2015

|

Frétt skrifuð kl. 08:33

Chesley B. “Sully” Sullenberger segir að engin tækni geti komið í stað flugamanna og flogið vélunum mannlausum

Flugmenn verða ekki leystir af hólmi með tækninni í framtíðinni í þeim tilgangi að láta flugvélar fljúga sjálfkrafa og mannlausar.

Þetta kemur fram m.a. í grein sem hinn frægi flugmaður, Chesley B. “Sully” Sullenberger, skrifaði og birti í gær á LinkedIn-vefsíðu sinni en hann segir að ýmsar spurningar hafi vaknað í kjölfar þess er Airbus A320 vél Germanwings fórst í Frönsku Ölpunum í seinasta mánuði eftir að flugmaður vélarinnar læsti sig inni og lét vélina vísvitandi lækka flugið og fljúga á fjallshlíð.

Sullenberger segir að mikið hafi verið rætt um hvernig hægt sé að komast hjá því að láta atvinnuflugmenn granda farþegaþotu vísvitandi og nefnir hann að talað hefur verið um að komast hjá hættunni með því að finna upp leiðir til að gera flugmenn óþarfa með því að láta flugvélar fljúga sjálfkrafa.

"Á þeirri tæpri hálfri öld sem ég starfaði sem flugmaður þá hef ég orðið var við gríðarlegar breytingar í fluginu - breytingar sem hafa verulega breytt starfi flugmanna frá því þeir flugu vélunum sjálfir og þar til vélarnar fljúga næstum því sjálfkrafa og flugmenn stjórna vélinni handvirkt aðeins í nokkrar mínútur", segir í grein Sullenberger.

Flugmennirnir stjórna alltaf vélinni

"Það sem flestir gera sér ekki grein fyrir er að flugmenn eru alltaf þeir sem stjórna vélinni - Það er flugmennirnir sem taka ákvörðun um borð, velja flugleiðir, flughæð ásamt öðrum hlutum".

"Tæknin hefur sína kosti og galla og allir sem nota tölvur að staðaldri vita að tæknin klikkar oft og tölvur geta aðeins gert það sem búið er að segja þeim að gera og það sem forritað hefur verið fyrir þær - Sem þýðir að það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir mennina og það sem þeir geta gert ef tæknin klikkar".

"Tökum sem dæmi það sem hefur verið kallað "kraftaverkið á Hudson-ánni" - sem var mín nauðlending á vatni er ég flaug þotu frá US Airways þegar báðir hreyflarnir biluðu eftir að vélin flaug á fugla eftir flugtak".

"Ég sá fuglana rétt eftir flugtak, aðeins 2 sekúndum áður að við flugum á þá og þá voru þeir í fjarlægð frá okkur á borð við tvo fótboltavelli en við vorum á 340 km/klst hraða og var því ekki mikill tími til að sneiða hjá þeim. - Þetta var eins og í Hitchcook-mynd. Fuglarnir fylltu út í allar rúðurnar og um leið og þeir enduðu í hreyflunum heyrði ég hljóð sem ég hafði aldrei heyrt áður".

"Ég og áhöfnin höfðum aðeins 208 sekúndur til að bregðast við til að gera eitthvað sem við vorum ekki þjálfuð til að gera og það varð að takast í fyrstu tilraun".

Sullenberger segir að hann vissi að það væru aðeins tvær flugbrautir sem kæmu til greina sem væri möguleiki að lenda á en þar sem hann vissi að þær voru of langt í burtu þá var eini valkosturinn að lenda á ánni.

Engin tækni hefði geta látið vélina nauðlenda á ánni eins giftusamlega

"Sú staðreynd að okkur tókst að lenda á vatni með enga hreyfla með 155 farþegum um borð og allir lifðu það af var ekki kraftaverk. Þetta var samblanda af ýmsum þáttum á borð við samvinnu, færni, kunnáttu og ákvörðunartöku í kjölfar þeirrar reynslu sem við höfðum. - Ég veit að engin tækni eða forritun hefði getað gert það sem við gerðum á þessum degi".

"En hefði tæknin geta komið í veg fyrir Germanwings-brotlendinguna sem kostaði 150 manns lífið? - Kannski. - Hefði tæknin geta komið í veg fyrir næsta flugslys? - Sennilega ekki".

Sullenberger tekur fram að tæknin hefur sín takmörk eins og mennirnir. Flugið setur saman góðan og samheldan hóp af sérfræðingum með því að miðla verkefnum rétt á milli aðila - "En slíkt er ekki hægt að segja um tæknina því þeim mun fleiri lögum sem eru sett saman af tækni þá skapast mun meiri líkur á að villa komi upp og að kerfið klikki".

"Niðurstaðan er sú að kerfi sem er samblanda af mannlegri getu og nýjustu tækni sem völ er á er öruggasta niðurstaðan sem hentar best í fluginu".

"Því miður þá er engin töfralausn - Ekkert eitthvað eitt sem getur fyrirbyggt hræðilega atburði. - Flugið er eins og lífið sjálft - mun flóknara fyrirbæri en að segja það".







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga