flugfréttir

Topp 10 vinsælustu þotuhreyflarnir í sögu flugsins

19. apríl 2015

|

Frétt skrifuð kl. 21:13

Hér er listi yfir 10 vinsælstu þotuhreyflana sem hafa verið framleiddir fyrir farþegaþotur gegnum tíðina

Þeir eru margir þotuhreyflarnir sem smíðaðir hafa verið bæði fyrir farþegaþotur auk annarra flugvéla frá því fyrsti hreyfillinn var smíðaður árið 1939.

Hér kemur listi yfir vinsælustu hreyflana sem hafa verið framleiddur fyrir farþegaþotur en sá algengasti hefur verið smíðaður í yfir 22 þúsund eintökum.



10.   -   Rolls-Royce RB211  -   2.832 eintök



RB211 var framleiddur af Rolls-Royce á sjöunda áratugnum fyrir Lockheed L-1011 TriStar vélina en síðar stóð hann einnig flugfélögum til boða fyrir Boeing 747-400, Boeing 757 og Boeing 767 vélarnar og þá var hann gerður líka fyrir Tupolev Tu-204. RB211 er sá hreyfill sem knýr vélar Icelandair áfram en framleiðslu hreyfilsins var stöðvuð á tíunda áratugnum en 13 tegundir voru smíðaðar af honum.



9.   -   Motor Sich AI-25  -   2.844 eintök



Þetta var vinsælasti þotuhreyfillinn sem smíðaður var í Sovíetríkjunum, þróaður af Ivchenko á sjöunda áratugnum fyrir Yakovlev Yak-40 þriggja hreyfla þoturnar en einnig var hann notaður á pólsku PZL M-15 Belphegor vélarnar sem er eina tvíþekjuþotan sem smíðuð hefur verið í heiminum.



8.   -   Pratt & Whitney PW4000  -   2.846 eintök



PW400 var smíðaður árið 1982 sem arftaki af JT9D hreyflinum, hannaður fyrir Airbus A300, A310, A330, Boeing 747-400, Boeing 767, Boeing 777, Boeing KC-46 og einnig fyrir McDonnell Douglas MD-11.

Þess má geta að hreyfillinn getur knúið áfram allar tegundir af Boeing 777 fyrir utan Boeing 777-300ER, 777-200LR og 777F.



7.   -   Soloviev D-30  -   3.260 eintök



Soloviev D-30 var smíðaður á sjöunda áratugnum fyrir sovíeskar þotur á borð við Mikoyan MiG-31, Tupolev Tu-154M, Ilyushin Il-76, Ilyushin Il-62M og kínversku vélina Xian H-6K en sumar gerðir af hreyflinum komi með afturbrennara en hreyfillinn leysti af hólmi MiG-25 hreyfilinn.



6.   -   Pratt & Whitney JT3D  -   4.184 eintök



JT3D var hannaður á grunni J57 hreyfilsins og kom hann fyrst út fyrir Boeing 707 árið 1960 en einnig var hann gjaldgengur fyrir B-52H Stratofortress, C-141 Starlifter og Douglas DC-8. Hreyfillinn var framleiddur til ársins 1985.



5.   -   General Electric CF34  -   5.694 eintök



CF34-3 hreyfillinn kom á markaðinn árið 1992 og hefur hann verið vinsælasti hreyfillinn meðal minni farþegavéla og einkaþotna, sérstaklega hannaður fyrir vélar á borð við Bombardier Challanger, Bombardier CRJ, Comac ARJ21 og fyrir E-þoturnar frá Embraer. Hreyfillinn kom fyrst á markaðinn árið 1982 og var hann framleiddur í 13 útgáfum.



4.   -   IAE V2500  -   5.774 eintök



International Aero Engine hreyflaframleiðandinn var stofnaður árið 1983 og var hér á ferðinni samstarfsverkefni Pratt & Whitney, Rolls-Royce, Fiat auk japanskra fyrirtækja. Markmiðið var að framleiða hreyfil fyrir vélar sem tóku 150 farþega. Um helmingur allra Airbus A320, A319 og A321 véla koma með IAE V2500 hreyflinum en hann kom fyrst á markaðinn árið 1987.



3.   -   General Electric CF6  -   6.241 eintök



CF6 kom á markaðinn árið 1971 og þá fyrst á DC-10 vélunum en alls voru smíðaðar 13 tegundir af hreyflinum sem finna má undir vængum á vélum á borð við Airbus A300, A310, A330, Boeing 747, Boeing 767, McDonnell Douglas DC-10 og MD-11.



2.   -   Pratt & Whitney JT8D  -   12.049 eintök



Pratt & Whitney kynnti JT8D hreyfilinn árið 1964 og var Boeing 727 vélin sú fyrsta sem notaði þann hreyfil en alls voru 8 tegundir framleiddar. Hreyfilinn má einnig finn á Boeing 737 og var það fyrsti hreyfillinn fyrir þá vél sem var vinsælasta farþegaþota heims. Hreyfillinn var smíðaður fyrir Boeing 737-100, 737-200 og McDonnell Douglas DC-9 og MD-80 vélarnar.



1.   -   CFM International CFM56  -   22.418 eintök



Enginn þotuhreyfill hefur verið smíðaður í eins mörgum eintökum og CFM56 hreyfillinn sem finna má bæði á farþegaþotum frá Boeing og Airbus - Þær vélar sem hafa hreyfilinn undir vængjum sínum eru m.a. Airbus A320, A319, A321 og Airbus A340 vélarnar auk þess CFM56 hefur knúið áfram allar Boeing 737 vélar af öllum gerðum (737-300, -400, -500, -600, -700, -800 og 900ER).

Airbus valdi IAE V2500 hreyfilinn sem samkeppnishreyfil fyrir A320 vélarnar á níunda áratugnum og CFM56-5C var smíðaður fyrir Airbus A340 vélarnar sem komu á markaðinn árið 1993.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga