flugfréttir

Dagurinn sem draumurinn flaug í burtu

- Áttræður flugmaður seldi vélina sína í fyrra sem hann hafði átt í 38 ár

25. apríl 2015

|

Frétt skrifuð kl. 07:56

Gregg Reynolds seldi flugvélina sína sem hann hefur átt og flogið síðan 1977

Áttræður flugmaður lýsti á dögunum í grein er hann skrifaði þeirri erfiðu reynslu er hann seldi flugvélina sína sem hann hafði átt og flogið í næstum fjóra áratugi.

Gregg Reynolds segir að það hafi verið rigningarmorgun einn í ágústmánuði árið 2014 sem að fólkið sem keypti vélina hans kom til Washington-fylkis til að sækja vélina en Gregg var dofinn eftir að búið var að skrifa undir alla pappíra og ganga frá greiðslunni.

Vélin sem um ræðir er af gerðinni Luscombe 8, smíðuð árið 1946- "Vélin hafði fylgt mér þegar ég bjó í Kaliforníu, Kentucky og í Washington og átti ég ógleymanlegar stundir með vélinni og ég var alltaf stolltur af því að eiga þessa vél er hún sópaði til sín verðlaunum á flugsamkomum", segir Gregg.

Luscombe-vélin á flugsamkomu í ágúst árið 2013

"Ég get ímyndað mér að þau yrðu hissa þau sem smíðuðu vélina í Luscombe-verksmiðjunum í Dallas á sínum tíma ef þau myndu sjá hversu vel hún lítur út og hvað þá að hún væri enn að á flugi árið 2015".

Gregg man eftir því er auglýsingar birtust í blöðum þar sem Luscombe-vélin var auglýst sem fyrsta ameríska flugvélin sem smíðuð var úr málmi - "enginn viður, engir naglar og ekkert lím".

Gregg var 4 ára er flugið byrjaði að eiga hug hans allan árið 1939 og las hann sig til um allt er viðkom flugi - "En fyrsta skipti sem ég fékk að fara með í flugferð var í Piper Cub sjóflugvél á Lake Washington vatninu og þá var ekki aftur snúið".

Eftir mikinn lestur um flug komst Gregg að því að auðveldasta leiðin og sú ódýrasta til að komast í flugið væri að hljóta þjálfun hjá flughernum en það gekk þó ekki alveg upp og flosnaði hann úr þjálfun eftir menntaskóla og við tók hjónaband, fjölskyldulíf og önnur störf og var draumurinn um flugið settur á hilluna.

Nokkrum árum síðar tókst honum að koma sér í gírinn aftur og lauk hann einkaflugmanninum og var Gregg staðráðinn í að festa kaup á einkaflugvél en fjárhagurinn var takmarkaður svo eina sem kom til greina var einföld vél sem væri auðvelt að halda við.

Gregg heimsótti einn félaga sinn nálægt El Mirage flugvellinum í Suður-Kaliforníu árið 1977 er hann tók eftir glansandi, krómaðri flugvél sem reyndist vera til sölu þar sem eigandinn var að safna sér aur fyrir heimasmíðaðri flugvél.

"Ég og Valerie, dóttir mín, flugum með áætlunarflugi til John Wayne-flugvallarins til að kaupa vélina og flugum henni svo heim til Palo Alto - Næstu 38 árin tóku við óteljandi ævintýri auk þess sem ég gerði nokkrar uppfærslur á vélinni.

Gregg ákvað að selja vélina vegna aldurs og annara heilsufarslegra aðstæðna - "Það var tilfinningalegt áfall að fara frá því að njóta besta útsýnis í heimi sem hægt var að óska sér og yfir í að vera jarðmaur", segir Gregg.

"En ég horfi á hverjum degi til himins og tek þátt í "hangar flying". - En það er frábært að vita til þess að nýi eigandinn er atvinnuflugmaður, flugkennari og flugvirki þannig að ég veit að hann mun hugsa vel um vélina", segir Gregg.

Flugdómarar skoða vélina hans Greggs á Arlington fly-in samkomunni árið 2013







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga