flugfréttir

Myndband: Tveggja hreyfla mannlaus flugvél flýgur sjálfkrafa

- Aurora Flight Science og FAA gera tilraunir með Centaur-vélina

28. júní 2015

|

Frétt skrifuð kl. 21:56

Tilraunir með ómannað farþegaflug mun halda áfram á vegum Aurora og FAA

Í fyrsta sinn hafa tilraunir farið fram á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) með ómannaða flugvél án þess að neinn flugmaður sé við stýrið.

Áður hafa umræður sprottið upp varðandi möguleikann á því hvort að farþegaflugvélar eigi í framtíðinni eftir að fljúga sjálfkrafa en margir sérfræðingar telja mjög hæpið að svo verði.

Fyrirtækið Aurora Flight Sciences hefur nýlega lokið við nokkur tilraunaflug með Centaur-vélinni en vélinni var flogið án flugmanns frá Griffiss International flugvellinum í Rome í New York sem er einn af þeim sex tilraunaflugvöllum sem heyra undir FAA.

Centaur er tveggja hreyfla flugvél með fjögur sæti, byggð á Diamond Aircraft DA42 vélinni, og er tilraunin er stórt skref í áttina að flugi án flugmanna en í augnablikinu er slíkt flug aðeins leyft í flughernum eða á sérstökum tilraunasvæðum í bandarískri lofthelgi.

Centaur-vélin er byggð á Diamond DA42

Fyrirtækið Aurora kallar Centaur-vélina flugvél þar sem flugmaður sé valmöguleiki eða "optionally piloted aircraft" en vélinni er fjarstýrt en einnig hægt að fljúga henni á hefðbundinn hátt.

"Ég hef trú á því að flug án flugmanna muni verða bylting í framtíðinni og gera flugið mun öruggara", segir John Langford, framkvæmdarstjóri Aurora.

Langford sér fram á að sjálffljúgandi flugvélar eigi eftir að verða leyfðar í sömu lofthelgi og hefðbundnar flugvélar á næstu 5 til 7 árum.

Michael Whitaker, frá FAA, sagði á bandaríska þinginu að verið væri að prófa mjög sérhæfða tækni sem myndi bjóða upp á sjálfvirkar flugsamgöngur án þess að neinn sé við stjórnvölin en margt vatn ætti eftir að renna til sjávar áður en hægt er að leyfa slíkt flug inn í lofthelginni yfir Bandaríkjunum þar sem þyrfti að gera ýmsar tilraunir áður en það verður leyft.

Á meðfylgjandi myndbandi frá Aurora Flight Science má sjá upptöku af tilraunafluginu sem fór fram frá 12 til 15. júní en Aurora er enginn nýliði í drónatækninni þar sem fyrirtækið kom að smíði og þróun á F-117 Nighthawk torséðu sprengjuflugvélinni frá Lockheed.

Öðru máli gegnir með farþegaflug án flugmanna

"Ég held að við munum aldrei sjá það á okkar tímum", segir Langford aðspurður hvort að þessi tækni gæti orðið til þess að stórar farþegaþotur eigi eftir að fljúga um án flugmanna. - "Ég held að stórar farþegaþotur eigi eftir að halda áfram að fljúga um með atvinnuflugmenn við stýrið um ókomin ár".

Hinsvegar telur hann að smærri farþegaflugvélar sem fljúga með farþega mjög stuttar vegalengdir gæti orðið án flugmanna - "Þú getur pantað leigubíl með smáforritinu Uber - Það gæti orðið svipað því þannig að þú pantar stutt flug, flugvélin kemur til þín og enginn er um borð og flugmaður óþarfur".

Flugprófanir munu halda áfram á vegum Aurora í samstarfi við FAA en næst tekur við að prófa árekstrarvarnarkerfi fyrir Centaur vélina en Langford segir að svissneski flugherinn sé einnig að hefja prófanir með sömu vél fyrir mannlaust flug.

Myndband:







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga