flugfréttir

Hin fertuga F-16 sögð hafa unnið F-35 orrustuþotuna í „hundaslag“

4. júlí 2015

|

Frétt skrifuð kl. 21:31

F-35 Lighning II orrustuþotan fyrir framan og F-16 bakvið

F-35 orrustuþotan er sögð hafa þurft að setja í minni pokann fyrir F-16 orrustuþotunni í tilraunaslag sem fram fór fyrr á þessu ári þar sem herþoturnar tvær voru látnar etja kappi.

F-35 er ein dýrasta orrustuþota sem sögur fara að og hleypur kostnaðurinn við framleiðslu hennar á 46 þúsund milljörðum króna en fjölmiðlar segja að F-16 þotan, sem smíðuð fyrir 40 árum síðan, hafði betur er kom að getu og yfirburðum en F-35 er sögð vera tæknivæddasta orrustuþota sem smíðuð hefur verið í heiminum.

Bandaríski flugherinn ákvað að láta F-35 etja kappi við F-16 þotuna í þeim tilgangi að gera tilraun með eiginleika vélarinnar í orrustu í návígi við aðra þotu og áttu þær að líkja eftir því þegar tvær herþotur reyna að skjóta hvor aðra niður.

Nýlega var birt skýrsla herflugmannsins sem flaug F-35 þotunni og fer hann ekki fögrum sögum af þessari rándýru þotu og segir hann að hún hafi verið mjög stirð þegar kom að bardaga við óvinaþotu í sjónfjarlægð.

F-35 dregin á bandarískum herflugvelli

Flugmaðurinn tilkynnti einnig um nokkur loftaflflæðisvandamál á borð við að „pitch rate“ væri mjög ábótavant í klifri sem dregur úr snerpu hennar í eltingaleik við óvininn og þá væri væri glerkúpullinn ekki að gefa nægilega góða 360 gráðu yfirsýn þar sem stjórnklefinn væri of þröngur og með því gæti F-16 þotan komið aftan að honum án þess að flugmaður F-35 þotunnar yrði þess var.

Ýmis vandamál hafa komið upp með framleiðsluna á F-35 þotunni og hefur ferlinu seinkað um 8 ár og er kosnaðurinn þegar komin hundruði milljarða króna fram yfir áætlun.

Robert Schmidle, yfirmaður bandaríska sjóhersins, segir hinsvegar að F-35 þotan sé eins og fljúgandi tölva sem getur komið auga á aðra herþotu 10 sinnum fyrr en óvinurinn.

F-16 þotan er hinsvegar enn í góðu formi þótt að hún hafi komið á markaðinn árið 1974 og hefur stöðug endurnýjun átt sér stað á stjórntækjum hennar og öðrum búnaði sem hefur verið uppfærður reglulega.

Lockheed Martin segir ekki rétt að F-35 hafi tapað fyrir F-16

Lockheed Martin, sem smíðar F-35 Lightning II þotuna, segir á vefsíðu sinni að það sé ekki satt sem fjölmiðlar hafa verið að segja sl. daga og sé ekki allt sem sýnist í þeim efnum og ekki öll sagan sögð.

Í grein sem birtist þann 1. júlí kemur fram að F-35 vélin, sem tók þátt í æfingunni, hafi verið sérstök tilraunaútgáfa sem nefnist AF-2 og sé hún ekki fullútbúin með öllum þeim stjórntækjum sem hefðbundin F-35 þota býr yfir.

Þá hafi vélin ekki haft viðeigandi tölvukerfi og hugbúnað uppsettan sem er nauðsynlegur til að virkja þá skynjara sem stýra sérhæfðu árásarkerfi sem notað er í orrustu við aðra vél.

Lockheed Martin segir að tilgangur tilraunarinnar hafi náðst þar sem var verið að láta reyna á F-35 þotuna til hins ítrasta án þess að hún færi út fyrir þau mörk sem vélin er hönnuð fyrir.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga