flugfréttir

Fit To Fly: Nýr íslenskur vefur um flug og heilsu

- Hvernig er hægt að auka vellíðan í flugi

26. júlí 2015

|

Frétt skrifuð kl. 10:22

Geirþrúðar Alfreðsdóttir fór af stað með vefinn Fit To Fly í maí í vor

Heilsan skiptir miklu máli þegar kemur að flugi en flugmenn þurfa að vera við hestaheilsu til að hafa leyfi til þess að fljúga og þá er margt sem áhafnir og farþegar geta gert til að stuðla að góðri líðan á meðan á flugi stendur.

Í háloftunum er líkaminn við aðrar aðstæður en hann er á jörðu niðri vegna ýmissa þátta sem valda því að við getum fundið fyrir vanlíðan sem bæði getur verið andleg og líkamleg.

Nýr íslenskur vefur, Fit to Fly, fór nýlega í loftið en þar má finna fullt af greinum varðandi flugheilsu auk fróðleiks sem getur komið að góðum notum bæði fyrir áhafnir og farþega.

Fit to Fly er full af fróðleik um flugheilsu

Það er Geirþrúður Alfreðsdóttir sem stofnaði Fit to Fly og er ritstjóri vefsins. Geirþrúður er flugstjóri hjá Icelandair en hún hefur einnig látið sig heilsu og íþróttir mikið varða og lauk m.a. íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennarskóla Íslands árið 1982.

Hugmyndin bak við vefinn Fit to Fly

Geirþrúður hafði árið 2010 frumkvæði að stofnun Heilsu- og vinnuverndarnefndar innan FÍA en tveimur árum síðar, í lok nóvember 2012, stóð nefndin fyrir ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Fit to fly" eða „í flugformi".

"Hvað getum við sjálf gert til að vera betur í stakk búin til að starfa í flugumhverfinu sem er á margan hátt erfitt umhverfi, eða hvernig er hægt að vera „Fit to fly",segir Geirþrúður.

Ráðstefnan var haldin í samvinnu við FFÍ og nær allir flugrekstraraðilar á Íslandi styrktu ráðstefnuna. Fjölda margir sérfræðingar voru fengnir til að halda fyrirlestur á ráðstefnunni og fékk Geirþrúður m.a. hingað til lands breskan sálfræðing, Robert Bor, sem er flugsálfræðingur og hefur m.a. unnið fyrir konunglega breska flugherinn (British Royal Air Force) og British Airways. Einnig komu að læknar, sjúkraþjálfari, heyrnarfræðingur og fleiri og héldu fyrirlestra.

Mjög mikið af góðu fræðsluefni kom upp á yfirborðið og fannst Geirþrúði vanta samskonar fræðsluefni sem yrði aðgengilegt fyrir flugfólk.

„Þá fékk ég þá hugmynd að setja upp vef með fræðsluefni eða gagnlegum upplýsingum fyrir flugfólk um flug og heilsu. Síðar ákvað ég að útvíkka verkefnið og hafa einnig fræðsluefni fyrir farþega".

Margt hægt að gera til að láta sér líða betur í flugi

Aðspurð um hvort að fólk sé almennt nógu meðvitað um heilsuna þegar kemur að því að fljúga segir Geirþrúður að svo sé í rauninni ekki. - "En með aukinni „heilsuvakningu" í þjóðfélaginu þá held ég að það sé að breytast mjög hratt, en það er einmitt tilgangur vefsins að vekja fólk til umhugsunar um það hvernig það getur látið sér líða enn betur í flugi.

Flugþreyta er algeng bæði meðal áhafna og farþega

Mjög persónubundið getur verið hvaða óþægindum farþegar finna fyrir í flugi. "Sumum líður bara mjög vel í flugi og njóta þess, aðrir fá bjúg eða finnst þeir vera að þorna upp og svo er alltaf stór hópur sem er flughræddur þó að kannski fáir vilji viðurkenna það eða tala um það".

Eru íslenskir flugmenn og áhafnir framar öðrum þjóðum í að halda sér í formi og huga að heilsu?

„Nei því miður þá held ég að íslenskt flugfólk standi ekki öðrum framar þegar kemur að því að hugsa um heilsuna. Hins vegar virðist það vera með okkur Íslendinga að þegar svona ákveðin „æði eða áhugi" fara af stað hjá okkur, þá breiðist það hratt út vegna smæðar þjóðfélagsins. Það er einmitt það sem að ég vona að gerist meðal íslensk flugfólks, varðandi flug og heilsu".

„Fit to Fly er er algjörlega mitt einkaframtak", segir Geirþrúður. - „Hann fór í loftið án allra styrkja eða stuðnings og ég stend ein straum af kostnaði við rekstur vefsins".

„Þetta er lifandi vefur og það munu með tímanum bætast við fleiri greinar. - Vefurinn er einnig á ensku þó að enska þýðingin sé alltaf skrefinu á eftir íslensku útgáfunni, því það tekur smá tíma að þýða greinarnar", segir Geirþrúður sem hefur fengið frábæra fagaðila til að þýða fyrir sig frá Skjal ehf. en slíkar þýðingar eru unnar af löggiltum skjalaþýðendum".

Vefurinn var opnaður 26.maí s.l. á afmælisdegi móður Geirþrúðar; Kristjönu Millu Thorsteinsson heitinnar, en hún hugsaði mikið um hollt mataræði og hreyfingu og var Geirþrúði góð fyrirmynd í þeim efnum.

„Hún stundaði sund og fór í leikfimi löngu áður en nokkur líkamsræktarstöð opnaði í Reykjavík og einnig var hún fyrsta konan sem sat í stjórn Flugleiða ehf.".

Á vefnum má m.a. lesa um flughræðslu, óþægindi í eyrum, flug og meðgöngu, hollustu á ferðalögum, áhrif kyrrsetu, bjúg í fótum auk fjölda greina svo ekki sé minnst á flugþreytu sem er án efa algengasti fylgikvilli flugsins þegar kemur að heilsu fólks.

Slóð á vefinn: www.fittofly.is og www.fittofly.com







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga