flugfréttir

350 flugmenn í Bretlandi hafa misst leyfið sökum geðrænna vandamála

27. júlí 2015

|

Frétt skrifuð kl. 22:19

Flugmenn geta eins og allir aðrir gengið í gegnum geðræna erfiðleika eða orðið fyrir andlegu áfalli

Fjölmiðlar í Bretlandi hafa birt niðurstöður frá breskum flugmálayfirvöldum þar sem fram kemur að yfir 400 atvinnuflugmenn þar í landi hafa átt við geðræn vandamál að stríða á sl. fimm árum.

Rannsókn var gerð á geðheilsu breskra flugmanna í kjölfar þess er Airbus A320 vél Germanwings fórst í frönsku Ölpunum í mars í vor eftir að hinn þýski flugmaður, Andreas Lubitz, grandaði vélinni vísvitandi eftir að hafa læst sig inni í stjórnklefanum á meðan flugstjórinn brá sér á salernið en hann hafði átt við mikið þunglyndi að stríða.

Af þeim 447 flugmönnum sem voru með andleg og geðræn vandamál voru 330 sviptir atvinnuflugmannsskírteini sínu en af þeim fengu 276 að snúa aftur í stjórnklefann en sumir þeirra glímdu við þunglyndi, kvíða, kvíðastress og aðrir voru að jafna sig eftir áfall.

Fjölmiðlar greindu frá því að Lubitz hafði ekki gert yfirmönnum sínum hjá Germanwings fyrir vandamálum sínum og ekki látið vita að hann hafi verið á þunglyndislyfjum.

Bresk flugmálayfirvöld (CAA) hafa gefið út 41.000 flugmannsskírteini í Bretland en af þeim eru um 16.000 atvinnuflugmenn.

Margir flugmenn með andleg vandmál og hafa flogið í marga áratugi án vandræða

Emma Mamo, hjá breska vinnuvelferðarnefndinni, segir að nauðsynlegt sé að meta hvern flugmann fyrir sig þar sem fjöldi flugmanna geta og hafa átt við einhver vandamál að stríða en hafa samt sem áður flogið áratugum samans án nokkurra vandræða.

"Milljónir manna glíma við geðræn vandamál á hverju ári án þess að tjá sig um þau og er því nauðsynlegt að allir vinnustaðir - og þar á meðal flugfélög líka - skapi umhverfið á vinnustaðnum þannig að starfsmenn geti rætt erfiðleika og andleg málefni og veitt hvorum öðrum stuðning", segir Mamo.

Spurt út í andlega erfiðleika við læknisskoðun

Allir flugmenn sem ætla að fljúga með farþega þurfa að skila inn Class 1 heilbrigðisskírteini auk þess sem þeir gangast undir læknisskoðun þar sem rætt er um heilsu þeirra auk þess sem þeir eru spurðir út í alvarlega veikleika eða erfiðleika.

Atvinnuflugmenn sem fljúga undir reglugerðum frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) þurfa að sækja um nýtt heilbrigðisskírteini á 12 mánaða fresti ef þeir eru yngri en fertugt en þeir sem eru eldri en 40 ára á sex mánaða fresti.

CAA segir að í 90% tilfella sé atvinnuflugmannsskírteini ekki endurnýjað hjá þeim flugmönnum sem hafa greinst með geðræn vandamál og aðeins gefin aftur út ef þeir hafa leitað sér aðstoðar hjá sérfræðingi og geðlæknum og geta sýnt fram á að sú meðferð hafi heppnast.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga