flugfréttir
Er þetta fyrsta brakið sem finnst af malasísku farþegaþotunni?
- Hluti af flugvélavæng skolaði upp á land á Reunion-eyjum

Verið er að rannsaka af hvaða tegund hluturinn tilheyrir
Hluti úr flugvélavæng fannst í morgun á strönd á Reunion-eyjunni, skammt austur af Madagascar í Indlandshafinu, en verið er að rannsaka hvort hluturinn tilheyri malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, sem hvarf fyrir tæpum 17 mánuðum síðan.
Mögulega gæti flapsinn verið af minni tveggja hreyfla flugvél sem fórst skammt undan Reunion-eyjum þann 4. maí árið 2006 en einnig gæti hann tilheyrt Airbus A310 vél frá Yemenia sem fórst árið 2009 undan ströndum Comoros-eyjum sem eru milli Madagascar og Mózambique.

Hluturinn sem fannst í morgun er um 2 metrar á lengd
Svo virðist sem að hluturinn sem fannst í morgun hafi verið lengi í sjónum en hann er um 2 metrar á lengd og þurfti fimm menn til að bera hann af ströndinni og upp á þurrt land.
Xavier Tytelman, flugöryggissérfræðingur hjá Centre de Traitement de la Peur de l´Avion í Fraklandi, ber saman teikningu að sama flapsaeiningunni á Boeing 777 á Twitter-síðu sinni og hlutnum sem fannst á ströndinni í morgun og segir hann þá vera mjög svipaða í útliti.
"Það er allt of snemmt að segja til um hvort þetta sé af flugi MH370. Við fundum þetta bara í morgun undan strönd Saint Andre", segir aðili sem er kunnugur málinu.
Teikning af innri flapsa af Boeing 777 borin saman við hlutinn sem fannst


10. desember 2018
|
Enginn komst lífs af úr flugslysi í Frakklandi er lítil flugvél af gerðinni Cirrus SR22 fórst í skóglendi nálægt bænum Beaubery í austurhluta Frakklands í gær.

14. janúar 2019
|
Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

14. febrúar 2019
|
Allt stefnir í að júmbó-þotan, Boeing 747, muni lifa lengur í framleiðslunni heldur en A380, risaþota Airbus.

23. febrúar 2019
|
Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyri

23. febrúar 2019
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér aðvörun þar sem bandarískum flugfélögum er ráðlagt að hafa varann á ef flogið er í gegnum lofthelgi Venesúela vegna vaxandi óstöðugleika.

22. febrúar 2019
|
British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

22. febrúar 2019
|
Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

21. febrúar 2019
|
Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

20. febrúar 2019
|
Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

20. febrúar 2019
|
Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

19. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.