flugfréttir
Er þetta fyrsta brakið sem finnst af malasísku farþegaþotunni?
- Hluti af flugvélavæng skolaði upp á land á Reunion-eyjum

Verið er að rannsaka af hvaða tegund hluturinn tilheyrir
Hluti úr flugvélavæng fannst í morgun á strönd á Reunion-eyjunni, skammt austur af Madagascar í Indlandshafinu, en verið er að rannsaka hvort hluturinn tilheyri malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, sem hvarf fyrir tæpum 17 mánuðum síðan.
Mögulega gæti flapsinn verið af minni tveggja hreyfla flugvél sem fórst skammt undan Reunion-eyjum þann 4. maí árið 2006 en einnig gæti hann tilheyrt Airbus A310 vél frá Yemenia sem fórst árið 2009 undan ströndum Comoros-eyjum sem eru milli Madagascar og Mózambique.

Hluturinn sem fannst í morgun er um 2 metrar á lengd
Svo virðist sem að hluturinn sem fannst í morgun hafi verið lengi í sjónum en hann er um 2 metrar á lengd og þurfti fimm menn til að bera hann af ströndinni og upp á þurrt land.
Xavier Tytelman, flugöryggissérfræðingur hjá Centre de Traitement de la Peur de l´Avion í Fraklandi, ber saman teikningu að sama flapsaeiningunni á Boeing 777 á Twitter-síðu sinni og hlutnum sem fannst á ströndinni í morgun og segir hann þá vera mjög svipaða í útliti.
"Það er allt of snemmt að segja til um hvort þetta sé af flugi MH370. Við fundum þetta bara í morgun undan strönd Saint Andre", segir aðili sem er kunnugur málinu.
Teikning af innri flapsa af Boeing 777 borin saman við hlutinn sem fannst


3. desember 2019
|
Talið er að um 600.000 færri farþegar munu fara um Gatwick-flugvöll á þessu ári eftir að Thomas Cook hvarf af sjónarsviðinu vegna gjaldþrots félagsins í lok september.

12. nóvember 2019
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lækkað flugöryggisstuðul hjá flugmálayfirvöldum í Malasíu niður í 2. flokk sem þýðir að takmarkanir verða settar á nýjar flugleiðir frá Malasíu til Bandaríkjanna

18. september 2019
|
Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

13. desember 2019
|
Ástralska flugfélagið Qantas hefur valið Airbus A350-1000 þotuna sem þann flugvélakost sem verður fyrir valinu fyrir „Sólarupprásarverkefnið“ (Project Sunrise) sem miðar af því að bjóða farþegum upp

12. desember 2019
|
Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við Boeing um skaðabótagreiðslu vegna þess fjárhagstjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX þotunum.

12. desember 2019
|
Wizz Air ætlar sér að stofna sérstakt lágfargjaldaflugfélag í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í samstarfi við stjórnvöld þar í landi en félagið verður annað tveggja flugfélaga sem eru að líta dagsin

11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.