flugfréttir
Brakið gæti hafa borist með sterkum hafstraumum allt að 5.000 km leið
- Mögulega rekið til Reunion-eyjunnar en hæplega frá leitarsvæðinu

Haffræðingur, sem gerði nákvæmt reiknilíkan í fyrra, segir mögulegt að brakið gæti hafa farið alla þessa leið
Ef brakið sem fannst í gær á strönd á Reunion-eyju er af malasísku farþegaþotunni, flug MH370, þá hefur vaknað upp sú spurning hvaðan brakið kom og hvort það sé vísbending um hvar flakið sjálft er að finna.
Allt bendir til þess að brakið tilheyri flöpsum af Boeing 777 og er þá sennilega um að ræða "inboard flaperon" en hluturinn fannst af hreingerningarfólki sem var að þrífa rusla af ströndinni.
Haffræðingurinn Erik van Sebille, sem hefur sérhæft sig í hafstraumum, gerði ítarlegt reiknilíkan í fyrra á því hvert straumarnir í Indlandshafi gætu borið mögulegt brak úr vélinni frá þeirri staðsetningu þar sem vélin hvarf af frumratsjá og segir hann alveg möguleiki á því að brakið gæti hafa rekið að Reunion-eyjunni þótt hún sé í meira en 5.000 kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem vélin hvarf.

Kortið sýnir staðsetningu Reunion-eyjunnar m.a. helstu staðsetningar er varða hvarf flugs MH370
Í dag eru 510 dagar frá því að malasíska farþegaþotan hvarf á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking en það myndi þýða að brakið sem fannst hefði rekið um 10 kílómetra á dag eða á um 416 metra á klukkustund.
Sebilla segir samt sem áður að vélin hefði þá þurft að hafa hrapað í sjóinn norðvestur af Ástralíu til þess að ná að reka með þeim hafstraumum sem berast mjög hratt frá austri til vesturs yfir Indlandshafið nálægt miðbaug sem stangast á við leitarsvæðið sem er langt suðvestur af ströndum Ástralíu.
"Ef vélin hefði farist á þeim stað þar sem leitin hefur farið fram þá eru straumarnir þar mun hægari og ólíklegt að brakið hefði borist þaðan til Reunion-eyjunnar", segir Sebilla.
Ekki víst að meira brak sé að finna á sama stað
Sebilla segir að þótt að brakið sé af flugi MH370 þá þurfi það ekki að þýða að meira brak gæti endilega fundist á sama stað.
"Straumarnir í Indlandshafinu eru eins og stórt „pinball“-leiktæki. Flugvélabrak gæti dreifst um gríðarlega stórt svæði", segir Sebilla.
Myndin sýnir af hvaða hluta vængsins brakið tilheyrir sennilega


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.