flugfréttir

Polderbaan: Það tekur flugvélar 20 mín að fara að flugstöðinni eftir lendingu

- Flugbraut sem flugmenn gera grín að og hefur sinn eigin flugturn

22. nóvember 2015

|

Frétt skrifuð kl. 21:31

Polderbaan er ein af sex flugbrautunum á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam

Sá tími sem það tekur fyrir flugvélar að aka út á flugbraut fyrir brottför eða frá flugbraut eftir lendingu er misjafnt eftir flugvöllum og veðri hverju sinni.

Lengsta vegalengdin sem flugvélar á Keflavíkurflugvelli þurfa að aka er um 4,4 kílómetrar frá hliði 1 að braut 02 sem tekur um 7 mínútur á meðan hinn endi brautarinnar, RWY 20, hefur aksturstíma upp á 3-4 mínútur frá flugstöðinni.

Sumar flugbrautir geta samt legið svo langt í burtu að það má segja að þær séu staðsettar utan flugvallarins en þannig er málum háttað með Polderbaan-flugbrautina á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

Nyrðri brautarendinn er í 7 kílómetra fjarlægð frá flugturninum

Flugbrautin er ein af þeim sex sem tilheyra Schiphol-flugvellinum en hún er langt í burtu frá öllum hinum brautunum en norðurendi brautarinnar, 18R, er í 7 kílómetra fjarlægð frá flugturninum sem jafngildir því að brautarendinn myndi byrja þar sem Árbæjarsundlaugin er m.a.v. fjarlægðina frá flugturninum á Reykjavíkurflugvelli.

Polderbaan er yngsta flugbrautin á Amsterdam, opnuð árið 2003, en stundum hafa breskir flugmenn sagt að það sé fljótara að fljúga frá London til Amsterdam heldur en að aka frá Polderbaan brautinni að flugstöðinni en aksturstíminn getur farið yfir 20 mínútur þar sem flugvélar þurfa að aka gegnum akra, skóga, bæi og yfir hraðbraut og veghi þar til þær loksins koma að flugstöðinni.

Svo langt í burtu að hún hefur sinn eigin flugturn

Polderbaan-brautin, sem er liggur frá norður til suðurs, skiptist í brautarenda 18R og 36L. Suðurendinn er aðeins notaður fyrir flugtök og norðurendinn er aðeins notaður fyrir lendingar þar sem akstursbrautirnar tengjast með þeim hætti. Polderbaan liggur samsíða Zwanenburgbaan (18C/36C) og Aalsmeerbaan (18L/36R)

Polderbaan er það langt í burtu að brautin þarf sinn eiginn flugturn sem var reistur en nafn brautarinnar er dregið frá „polder“ sem þýðir land sem hefur verið þurrkað upp sem áður var áður undir sjó eða vatni en var endurheimt með fljóðvarnargörðum.

„Baan“ þýðir braut á hollensku en nafnið var valið eftir samkeppni sem fram fór meðal fólks sem býr í nágrenni vallarins og þótti „Polderbaan“ hlutskarpast.

Loftmynd af Polderbaan og hinum flugbrautunum

Framkvæmdir við Polderbaan hófust árið 2000 en ákveðið var að hefja framkvæmdir á nýrri flugbraut til að koma til móts við þá aukningu sem hollensk flugvallaryfirvöld sáu fram á en einnig var ákveðið að brautin skildi notuð til að dreifa úr hávaða.

Flugbrautin er sú lengsta á Schiphol-flugvellinum, opnuð í febrúar árið 2003, og getur hún tekið við stærstu þotum í heimi á borð við Airbus A380 og er hægt að nota brautina í hvaða veðri sem er.

Polderbaan séð frá stjórnklefanum á Boeing 747

Flugmenn sem lenda á Polderbaan hafa m.a. skemmt farþegum með smá gríni í kallkerfi vélarinnar þar sem þeir spauga með þann tíma sem það tekur að aka að flugstöðinni en flugbrautinn er nær borginni Haarlem sem byrjar hinumegin við túnið.

Þá eru dæmi um að flugstjóri hefur sagt við farþega að þeir væru ekki að „taxa“ alla leið í miðbæinn í Amsterdam, heldur væru þeir á leið að flugstöðinni.

Júmbó-þota KLM Royal Dutch Airlines á leið frá Poolderban yfir Hoofdweeg-veginn sem fer undir akstursbrautina

„Ladies and gentlemen. This is you captain. We are not lost“, hefur m.a heyrst í kallkerfinu frá flugmönnum en orðrómur er um að á tímabili hafði eitt flugfélag bannað áhöfnum um að gera grín að fjarlægðinni frá Polderbaan að flugstöðinni.

Langur aksturstími er einnig mjög óhagstæður fyrir flugfélögin en því lengri tími sem flugvél eyðir á jörðu niðri þeim mun færri flugferðir getur vélin flogið yfir daginn en einnig bætist við það eldsneyti sem fer í að láta vélina aka til og frá brautinni.

Fólk fylgist með flugtökum við Polderbaan-brautina í ágúst sl.



Myndband sem sýnir vélar á leið að flugstöðinni af Polderbaan-brautinni







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga