flugfréttir

JetBlue mun þjálfa fólk með enga flugreynslu til atvinnuflugmanns

- Fyrstu verða ráðnir til starfa árið 2020

26. nóvember 2015

|

Frétt skrifuð kl. 07:00

Verkefnið býður samþykkis frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA)

JetBlue íhugar nú að ráða umsækjendur með enga reynslu af flugi og þjálfa þá frá A til Ö upp í atvinnuflugmanninn og ráða þá að lokum til starfa en tillagan, sem nefnist Gateway 7, bíður nú samþykkis frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA).

Um er að ræða fyrirkomulag sem væri fyrsta sinnar tegundar vestanhafs í áætlunarflugi en nokkur flugfélög í Evrópu og Asíu hafa þó einnig ráðið umsækjendur og þjálfað þá að ráðningu lokinni.

JetBlue ætlar að sjá um alla flugkennslu fyrir þá sem verða valdir þar til þeir munu enda í stjórnklefa um borð í vélum félagsins ef þeir ná tilsettum árangri en stefnt er að því að hefja tilraunir með þetta fyrirkomulag á næsta ári og verður aðeins um að ræða lítinn hluta af starfsráðningum til að byrja með.

Munu byrja að þjálfa umsækjendur á Embraer E190 vélarnar

Doug McGraw, talsmaður JetBlue segir að félagið ætli að byrja á því að ráða óreynda umsækjendur á Embraer E190 vélar félagsins til að byrja með en síðar verði árangurinn metinn og ákveðið í framhaldinu hvort að haldið verði áfram með verkefnið og þá fyrir aðrar vélar í flotanum sem eru flestar af gerðinni Airbus A320 og A321.

Áhöfn JetBlue

Samt sem áður munu allir umsækjendur þurfa að ná 1.500 lágmarksflugtímafjölda sem krafist er og myndi þjálfunin fara fram að miklum hluta til í flughermum þar sem flugmennirnir verða þjálfaðir til að kljást við erfiðar aðstæður á borð við slæmt verður og bilanir um borð.

Að lokum verður viðkomandi ráðinn sem flugmaður hjá JetBlue eftir að hafa gengist í gegnum lokapróf þar sem gengið er úr skugga um að viðkomandi uppfylli öll þau skilyrði sem sett voru og sé hæfur flugmaður samkvæmt reglum Gateway 7.

Þeir fyrstu verða ráðnir árið 2020

JetBlue segir að mögulega gæti félagið verið að missa af afbragðs flugmönnum þar sem flugnám er orðið mjör dýrt í dag og séð því komin tími til að fara nýjar leiðir er kemur að þjálfun flugmanna.

Fyrstu flugmennirnir verða ráðnir til að fljúga Embraer E190 vélunum

Inntökuskilyrðin í Gateway 7 verða mjög ströng með sambærilegum hætti og er að finna hjá bandaríska flughernum sem hefur þjálfað sína eigin herflugmenn en í augnablikinu er verið að leggja lokahönd á uppsetningu á verkefninu og reglugerðar varðandi umsóknarferlið.

JetBlue ætlar að byrja að taka við umsóknum á fyrsta ársfjórðungi 2016 og hefja þjálfun um mitt næsta ár sem þýðir að fyrstu flugmennirnir sem útskrifast verða ráðnir til félagsins árið 2020 sem aðstoðarflugmenn.

Gateway 7 mun bæði taka við umsækjendum með enga reynslu af flugi og þá sem hafa einhverja reynslu en McGraw tekur fram að væntanlegir flugmenn munu þurfa að greiða sjálfir fyrir þjálfunina.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga