flugfréttir

Boeing 757 vél frá Loftleiðum á Suðurskautslandinu

27. nóvember 2015

|

Frétt skrifuð kl. 07:29

Aldrei áður hefur íslensk flugvél lent á Suðurskautslandinu

Farþegaþota frá Loftleiðum lenti á Suðurskautslandinu í gær en þetta er í fyrsta sinn sem farþegaþota af gerðinni Boeing 757 lendir á ísflugbraut á Antarktíku og einnig í fyrsta skipti sem íslensk flugvél hefur lagt leið sína alla leiðina suður eftir til heimkynni mörgæsanna.

Vélin lenti á Union Glacier jöklinum nálægt Ellsworth-fjallgarðinum eftir 2.900 kílómetra flug frá flugvellinum í Punta Arenas á syðsta odda Chile í Suður-Ameríku en áður en flogið var með farþega frá Chile hafði vélin farið eina ferð með tóma vél til að athuga aðstæður til lendingar.

Um var að ræða sérstaka tilraunaflugferð á vegum Loftleiðir Icelandic í samstarfi við ferðafyrirtækið Antarctic Logistics & Expeditions (ALE) og breska fyrirtækið NAS Corporation Limited en um borð voru 62 farþegar og áhöfnin var íslensk.

Megintilgangur ferðarinnar var að athuga með lendingarskilyrði fyrir farþegaþotur á Union-jöklinum fyrir ferðaskrifstofuna Adventure Network International sem rannsakar möguleika á því að notast við farþegaþotur til að fljúga ferðamönnum til Suðurskautsins.

Eldborg (TF-FIN) á Suðurskautslandinu í gær

Ferðamannatímabilið á Suðurskautinu er nýhafið en meðal þeirra sem lagði leið sína á dögunum til Suðurskautsins á vegum Antarctic Logistics & Expeditions (ALE) var fótboltakappinn David Beckham sem lenti á ísflugbrautinni með Ilyushin Il-76 vél sem kom nokkrum dögum á undan Loftleiðavélinni.

Þægilegra að bjóða upp á flug með farþegaþotum til Suðurskautsins

Antarctic Logistics & Expeditions (ALE) ferjar vanalega farþega og frakt frá höfuðstöðvum sínum í Punta Arenas til Union Glacier með vélum á borð við Lockheed Hercules L-382G og Ilyushin Il-76 en ALE skoðar möguleika á að nota einnig farþegaþotur sem munu gera samgöngur með farþega til Suðurskautslandsins bærilegri og þægilegri.

Eldborg (TF-FIN) á Suðurskautslandinu í gær

ALE flytur um 400 til 500 manns til Suðurskautslandsins á hverju tímabili yfir sumarið á svæðinu sem er yfir háveturinn á norðurhveli jarðar en flestir farþegar koma til að klifra Mount Vinson, hæsta fjall Suðurskautslandsins.

Markmið ALE er að veita þeim farþegum, sem heimsækja einu óbyggðu heimsálfu jarðarinnar, ógleymanlega upplifun en fyrirtækið þjónustar einnig vísindaverkefni af ýmsum toga en flestir þeir sem hafast við á Suðurskautinu eru raunvísindamenn.

Loftleiðavélin lenti aftur í Punta Arenas í Chile kl. 00:17 í nótt að íslenskum tíma eftir vel heppnaða för en möguleiki er á því að Loftleiðir eigi eftir að fljúga fleiri ferðir til Suðurskautsins ef um frekara samstarf verður að ræða í kjölfar þessarar ferðar.



TF-FIN í aðflugi að Punta Arenas kl. 00:17 í nótt að íslenskum tíma eftir flug frá Union Glacier







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga