flugfréttir

Yfir 200 atvik frá árinu 2000 þar sem árekstrarviðvörun fór í gang í aðflugi

- Flestir flugmenn tilkynna ekki um hættulegar aðstæður í aðflugi

27. nóvember 2015

|

Frétt skrifuð kl. 14:54

Yfir 200 atvik hafa komið upp þar sem árekstrarviðvörun fer í gang í aðflugi frá árinu 2000

Á síðustu 15 árum hafa komið upp yfir 200 hættuleg tilvik í heiminum þar sem viðvörunarkerfi fór í gang og um borð í farþegaþotu og varaði við árekstri rétt fyrir lendingu vegna misheppnaðs aðflugs en talið er að í flestum tilfellum hafi flugmenn ekki greint frá þeim.

Þetta kemur fram í skýrslu frá Honeywell International en samantektin nær yfir 20 milljónir flugferða frá árinu 2000 en ekkert slys varð þó í þessum tilvikum þar sem árekstrarvari fór í gang þar sem flugmenn náðu að forða sér úr aðstæðunum á síðustu stundu.

Tölurnar sína að of lágt aðflug og bilun í siglingartækjum um borð sé orsök flestra flugslysa í lendingu og hafi ekki náð að koma í veg fyrir slík tilvik þrátt fyrir að verulega hefur dregið úr flugslysum sl. ár.

Honeywell framleiðir fjölda kerfa um borð í flugvélum en sérfræðingar segja að með mikilli tækniframför og betri lausnum í þróun á aðflugskerfum og stjórntækjum hafi náðst að fyrirbyggja mörg slys.

Airbus A340 vél SAS í lendingu á flugvellinum í Kaupmannahöfn

Honeywell vill samt ekki gefa upp hvaða flugfélög áttu í hlut og í hvaða löndum til að forðast deilur frá starfsmannafélögum flugmanna.

Honeywell tók saman upplýsingar úr 24,4 milljónum flugferðum frá árunum 2000 til 2015 en fyrirtækið kom auga á að 224 sinnum kom upp „ótímabært aðflug“ þar sem flugmenn voru í lokastefnu inn á brautina þegar viðvörun fór í gang sem sagði „pull up, pull up“ en annað hvort héldu flugmenn aðfluginu áfram og lentu eða fóru í fráflug („go around“).

Kerfið hefur sannað gildi sitt

Í flestum tilfellum tilkynntu flugmenn eða flugumferðarstjórar ekki um atvikið en Martin Chalk, forstjóri International Federation of Air Lines Pilots segir að flugmenn hafi lengi reynt að glíma við þessar aðstæður er kemur að árekstarvörn í aðflugi.

Don Bateman, sem sá um þróun á kerfi á tíunda áratugnum er nefnist Ground Proximity Warning System (GPWS) segir að flugmenn séu yfirleitt mjög fljótir að koma sér úr slíkum aðstæðum þegar árekstrarviðvörun fer í gang í aðfluginu. - „Þeir forða sér strax úr þessum aðstæðum með miklu hraði“, segir Bateman.

Robert Francis, yfirmaður hjá NTSB, segir að þessar tölur sýni fram á að búnaðurinn hafi sannað gildi sitt sem mjög vel þróað hugvit á sviði öryggis í fluginu.

Ground Proximity Warning System kerfi frá Honeywell

Fyrir 10 árum síðan var orsök 25% allra flugslysa í heiminum vegna aðstæðna sem komu upp þar sem flugmenn áttuðu sig ekki á því hvar þeir voru staddir og brotlentu eða flugu á fjall.

Árið 2014 var tíðni flugslysa af þeim völdum komin niður í 2% en árekstrarvara má finna um borð í 55.000 farþegaflugvélum og herflugvélum.

Í hvert skipti sem flugfélag sendir inn árekstrarvara í þjónustuyfirhalningu eða til viðgerðar til Honeywell þá safnar fyrirtækið upplýsingunum saman.

„Flestir flugmenn gera sér ekki grein fyrir því að upplýsingarnar eru til staðar í kerfinu en Honeywell hefur ítrekað tekið fram að fyrirtækið muni ekki gefa upp neinar upplýsingar varðandi tiltekið flugfélag til að koma í veg fyrir að viðkomandi áhöfn verði refsað.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga