flugfréttir

Bilun í hliðarstýri og mannleg mistök talin orsök Air Asia slyssins

1. desember 2015

|

Frétt skrifuð kl. 10:18

Vélin var á leið frá Surabaya til Singapore þann 28. desember árið 2014 þegar hún fórst

Í morgun var birt lokaskýrslu flugslyssins er Airbus A320 farþegaþota AirAsia Indonesia fórst yfir Jövuhafi þann 28. desember í fyrra en samkvæmt henni er talið að bilun í kerfi sem hreyfði hliðarstýri vélarinnar og mannleg mistök hjá flugmönnum hafi orsakað slysið.

Fram kemur í skýrslunni að sprunga í lóðmálmi í kerfi sem stjórnar hreyfingum hliðarstýrsins hafi valdið því að fjórum sinnum fóru viðvaranir í gang í stjórnklefanum en flugmennirnir ákváðu eftir fjórðu aðvörunina að endurræsa rafkerfið til að slíta allt samband frá sjálfstýringunni í von um að geta náð handvirkri stjórn á vélinni.

Við það misstu þeir hinsvegar alla stjórn með þeim afleiðingum að vélin fór í ofris og eftir þar sköpuðust aðstæður sem þeir náðu ekki að koma sér út úr og hrapaði vélin ofan í Jövuhaf á meðan mörg viðvörunarhljóð voru í gangi.

Áður en vélin fórst hafði hún hækkað flugið úr 32.000 fetum upp í 37.400 fet á 30 sekúndum sem er mun meiri hækkunarhraði en Airbus 320 vélar þola en hraði vélarinnar var undir það seinasta orðin of lítill og loftið of þunnt til að geta haldið henni á lofti með nefihlutann upp á við.

23 sinnum árið 2014 kom bilunin upp í sömu vél

Stél vélarinnar komið á land þann 20. janúar

Fram kemur að 23 sinnum hafi sama bilunin í vélinni sem fórst valdið vandræðum árið 2014 áður en slysið átti sér stað en tíðni bilana jókst mikið á seinustu þremur mánuðunum en rannsóknaraðilar segja að ekki hefði tekist að koma auga á hvað olli biluninni í hliðarstýrinu sem var farin að láta á sér kræla æ ofan í æ.

Þegar bráðabirgðarskýrslan kom út fyrr á árinu var í fyrstu talið að slæmt veður hefði valdið slysinu en í lokaskýrslunni sem var gefin út í dag kemur fram að ekki sé talið að veður hafi átt neinn hlut að máli.

Hinsvegar er vitað að flugmennirnir voru að reyna forðast óveður með því að hækka flugið en fengu ekki leyfi frá flugumferðarstjórum til þess að hækka flugið strax.

Vélin var á leið frá Surabaya í Indónesíu til Singapore með 155 farþega og sjö manna áhöfn innanborðs þegar vélin hvarf af ratsjá 40 mínútum eftir brottför en enginn af þeim sem voru um borð komust lífs af.

Það voru rannsóknaraðilar frá Ástralíu, Frakklandi, Singapore og Malasíu sem unnu lokaskýrsluna en þar kemur einnig fram að talið sé að flugþjálfun flugmannana hafi ekki verið nægilega góð og hafi þeim skort þekkingu á að bregðast við aðstæðum sem þessum.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga