flugfréttir
Tveir flugmenn segja augljóst að Zahaire flugstjóri lét MH370 hverfa viljandi
- Segja færri vísbendingar sem benda til súrefnisskorts og meðvitundarleysi

Zaharie Ahmad Shah flugstjóri
John Cox, sérfræðingur í flugöryggismálum og fyrrverandi flugstjóri hjá bandarísku flugfélagi, telur allt benda til þess að Zaharie Ahmad Shah, flugstjóri malasísku farþegaþotunnar sem leitað hefur verið að frá því í mars árið 2014, hafi rænt vélinni og grandað henni í votri gröf og segir fleiri vísbendingar sanna það heldur en kenningu stjórnvalda sem er sú að flugmennirnir hafi misst meðvitund.
22 mánuðir eru liðnir frá því að flug MH370 hvarf á leið sinni frá Kuala Lumpur til
Peking en ekkert hefur spurst til vélarinnar þrátt fyrir stærstu og dýrustu leit sem gerð hefur
verið að flugvél í sögu mankyns.
Samgönguöryggisnefnd Ástralíu (ATSB), sem hefur yfirumsókn með leitinni að MH370, ásamt
stjórnvöldum annarra landa á borð við Malasíu, telja enn þann dag í dag að sennilegasta
orsök hvarfsins sé sú að flugmenn vélarinnar hafi misst meðvitund vegna súrefnisskorts
með þeim afleiðingum að malasíska farþegaþotan hafi flogið stjórnlaus suður
í Indlandshaf þar til eldsneytið var á þrotum.
John Cox, sem í dag rekur ráðgjafarfyrirtæki á sviði öryggismála í fluginu, varar við því
að gefast upp á leitinni að vélinni en áætlað er að leit verði hætt í júní í sumar en yfirlýsing
Cox kom í kjölfar viðtals við flugstjórann Byron Bailey sem birtist
í The Weekend Australian.

John Cox, fyrrverandi flugstjóri og fyrrverandi rannsóknaraðili hjá
NTSB (til vinstri) og Byron Bailey, flugstjóri (til hægri)
Bailey segir í viðtali
við ástralska fjölmiðilinn að þau boð sem gervitunglið
Inmarsat fékk frá vélinni á klukkutíma fresti á leið sinni suður í Indlandshaf bendi
til þess að það var einhver við stjórnvölinn lengi vel eftir að samband við vélina rofnaði
þar sem sjálfstýringin hefði annars alltaf stillt sig aftur á flugleiðina til Peking ef flugmennirnir
hefðu misst meðvitund.
ATSB telur að vélin hafi flogið stjórnlaus suður í Indlandshaf en margir atvinnuflugmenn
hafa bent á að Zaharie flugstjóri hefði alveg getað forritað flugleiðina inn í
flugtölvuna (flight management system) á meðan að hann var við stjórnvölin.
„Það eru alls ekki nægilega margar sannanir fyrir hendi sem styðja kenninguna
með að þeir hafi orðið fyrir súrefnisskorti og misst meðvitund“, segir Cox.
Cox segir að í rauninni eru fleiri sannanir sem benda til þess að ásetningur flugstjórans
hafi verið vísvitandi.
„Mín kenning er sú að flugstjórinn sjálfur hafi látið flug MH370 hverfa vísvitandi“, bætir
Cox við sem hefur starfað hjá Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) og komið
að sex rannsóknum á flugslysum.
Fjölskylda Zaharie hefur þvertekið fyrir það að flugstjórinn hafi átt þátt í hvarfi vélarinnar
og því síður að hann hefði gert slíkt viljandi og rænt sinni eigin vél.
Var flogið eftir mörkum flugumferðarsvæða tveggja landa
Þá bætir Cox við enn og aftur að það gefi auga leið að eftir að malasíska farþegaþotan
hvarf af ratsjá hafi verið reynt að fljúga henni viljandi eftir leiðum til að komast hjá því
að hún kæmi fram á ratsjá og hafi það sést vel á því að vélinni var flogið
milli flugumferðarsvæða tveggja landa áður en henni var beygt af leið, lengst suður í
Indlandshaf.
„MH370 flaug nákvæmlega yfir þrjá staðsetningarpunkta sem eru á mörkum tveggja
flugleiðsögusvæða - Það er gert til að villa fyrir löndunum sem gera ráð fyrir því
að „hitt“ landið hafi stjórn með vélinni“, segir Cox.
„Það er mjög augljóst að flug MH370 var látið hverfa viljandi þar sem öll fjarskipti frá
vélinni voru aftengd, ný flugleið sett inn í flugtölvuna og flogið á „landamærum“ tveggja
flugumferðarsvæða“, segir Cox.


5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.