flugfréttir

Vara við hættu á heilsuspillandi eiturgufum í flugvélum

- Vilja skynjara um borð í flugvélar sem mæla loftgæði

1. febrúar 2016

|

Frétt skrifuð kl. 21:33

Skorað er á British Airways og bresk flugmálayfirvöld til að koma fyrir skynjurum um borð í flugvélum sem greina eiturgufur í farþegarými

Verkalýðsfélagið Unite í Bretlandi skorar á British Airways og bresk flugmálayfirvöld til að koma fyrir skynjurum um borð í flugvélum sem greina eiturgufur í farþegarými í kjölfar atviks sem átti sér stað um borð í Boeing 777-300ER vél American Airlines í seinustu viku er nokkrir farþegar og áhafnarmeðlimir urðu skyndilega veikir.

Vélin var skammt vestur af Íslandi, yfir Faxaflóa, á leið til Los Angeles þegar henni var snúið við til London Heathrow en engin ummerki um eitrað loft fannst um borð í vélinni eftir að hún lenti í Bretlandi og þurfti ekki að leggja neinn inn á spítala vegna þessa.

Atvikið hefur orðið til þess að samtök, sem hafa barist fyrir aðgerðum gegn eitruðu lofti í farþegaflugi, hafa endurvakið herferð gegn veikindum sem stafa af því er farþegar og áhafnir anda að sér slæmu lofti sem hefur komist í tæringu við olíu frá hreyflum vélanna.

Bresk flugmálayfirvöld segja að slík atvik séu mjög sjaldgæf og ekki séu neinar sannanir fyrir því að loft í flugvélum geti haft langvarandi áhrif á heilsu áhafna.

Í febrúar í fyrra rannsökuðu bresk yfirvöld dauða flugmannsins Richard Westgate sem hafði flogið í mörg ár fyrir British Airways en talið er að hann hafi látist eftir að hafa andað að sér eitruðu lofti.

Richard Westgate lést árið 2012 eftir að hafa andað að sér
eitruðum gufum

Westgate lést árið 2012 en hann taldi sjálfur að hann hefði veikst eftir að hafa andað að sér menguðu lofti gegnum loftræstikerfi vélarinnar og er nú farið fram á að aðhafst verði í málinu í kjölfar atviksins í seinustu viku.

Tvö atvik hjá American Airlines - Eitt yfir Faxaflóa og annað í Brasilíu

Veikindin um borð í vél American Airlines var ekki sú eina því tvisvar veikustu farþegar í vélum félagsins í seinustu viku en sl. fimmtudag þurfti Boeing 757 vél AA að lenda í höfuðborg Brasilíu á leið sinni frá Rio de Janeiro til Miami eftir að fjórir veiktust skyndilega, einn farþegi og þrír í áhöfn.

Eins og í fyrra atvikinu, sem átti sér stað yfir Faxaflóa, þurfti ekki að leggja neinn inn á spítala í Brasilíu og ekki fundust nein ummerki um eitrað loft.

Farþegaþota frá American Airlines snéri við nálægt Íslandi þann
27. janúar sl. eftir að nokkrir farþegar og áhafnarmeðlimir fóru
að veikjast um borð

Samtökin segja að þau hafi 60 mál inn á borði hjá sér vegna einstaklinga sem hafa fundið fyrir sambærilegri vanlíðan í flugi sem er talið má rekja til lofts um borð í flugvélum.

„Tæknin bakvið hringrás loftsins í flugvélum hefur ekki breyst mikið frá því á sjötta áratugnum“, segir Howard Beckett, lögfræðingur hjá Unite.

„Þetta býður upp á það að eiturgufur blandast út í loftið sem loftræstikerfið dælir inn í farþegarýmið frá hreyflunum og ef slík atvik halda áfram að koma upp þá mun það stofna fólki í hættu með sama áframhaldi - Flugiðnaðurinn verður að gera eitthvað í málunum“, bætir Beckett við.

Tæknin er þó samt farin að breytast með tilkomu nýrri farþegaþotna á borð við Dreamliner-vélina frá Boeing.

Loftið í flugvélum kemur í gegn um hreyflana

Í fyrstu árið 1958 var lofti dælt inn í flugvélar beint úr andrúmsloftinu úti með loftdælubúnaði en sú aðferð þótti of dýr en árið 1962 var kynnt til sögunnar kerfi sem tekur loftið í gegn um hreyflana sem nefnist afhleypiloft eða „bleed air“.

Flestar farþegaþotur nota afhleypiloftskerfi í hreyflum þaðan sem loftið er sótt úr þjöppurými hreyfilsins sem blandast við loftið sem er fyrir í farþegarýminu gegnum síur sem er ætlað að sía í burtu óhreinindi og bakteríur en síurnar ná ekki að skima í burtu ef gufur frá olíu frá hreyflinum blandast með.

Loftið um borð í flestum flugvélum kemur frá hreyflunum

Í tilkynningu frá Unite segir að ef leki verður á olíu í hreyfli eða frá vökvakerfi sé mikil hætta á því að þær gufur blandist við hringrás þess lofts sem er inn í flugvélinni.

Segir furðulegt hvers vegna ekki séu loftgæðisskynjarar í flugvélum

Tristan Loraine, fyrrverandi flugmaður hjá British Airways, segir að atvinnuflugmansskírteini hans hafi verið afturkallað eftir læknisskoðun þegar í ljós kom að hann hafði andað að sér menguðu lofti.

Loraine, sem sagði starfi sínu lausu hjá British Airways árið 2006, segir að flugfélög séu dugleg að fullyrða að farþegar og áhafnir séu öryggir gagnvart slíkum aðstæðum en sjálfur þurfti hann stundum að lenda eftir að eiturgufur hófu að streyma inn í vélina og farþegar þurftu að yfirgefa vélina margir hverjir hóstandi.

"Mengað loft í flugvélum getur verið stórhættulegt fyrir flugmenn og farþega líka", segir Loraine sem bendir á að flugmenn og flugliðar séu í mun meiri hættu en farþegar þar sem þeir fljúga mun oftar en venjulegt fólk.

Tristan Loraine hætti að fljúga fyrir British Airways árið 2006 af
heilsufarsástæðum

Loraine segist að rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi (AAIB) hafi mælt með því að sett verði upp eftirlitskerfi í flugvélum sem fylgist með loftgæðum en hann undrast hvers vegna ekki hafi verið brugðist við þeim ábendingum.

„Heima hjá þér ertu með reykskynjara. Þú finnur loftgæðisskynjara í kolanámum, kafbátum og í geimskutlum og í öllum lokuðum rýmum þar sem ekki er hægt að opna glugga til að fá ferskt loft - en ekki í flugvélum. Ég persónulega held það sé vegna þess að flugiðnaðurinn sé hræddur við þær niðurstöður sem koma út úr því“, segir Loraine.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga