flugfréttir

Ætla hefja nýja rannsókn á slysinu sem varð forseta Póllands að bana árið 2010

4. febrúar 2016

|

Frétt skrifuð kl. 17:23

Flugslysasérfræðingar fyrir framan flakið af Tupolev Tu-154 vélinni þann 13. apríl árið 2010

Stjórnvöld í Póllandi hafa hafið endurupptöku á flugslysinu sem varð Lech Kaczynski, forseta landins, að bana árið 2010 en 96 létust í slysinu er pólsk forsetavél, af gerðinni Tupolev Tu-154M, fórst nálægt bænum Smolensk í Rússlandi þann 10. apríl það árið.

Jaroslaw Kaczynski, tvíburabróðir forsetans sem lést, og aðrir þingmenn í Póllandi, hafa sínar efasemdir varðandi niðurstöður rannsóknarinnar sem unnin var af pólskum og rússneskum sérfræðingum sem telja að slæmt veður og mannleg mistök hafi ollið slysinu.

Jaroslaw og fleiri pólskir ráðamenn hafa grun um að slysið hafi verið banatilræði gegn forsetanum en þótt að grunsemdir þeirra séu frekar óljósar þá hafa skoðanir þeirra náð að hreyfa við Vladimir Pútin, Rússlandsforseta.

Frjálslyndir stjórnarandstöðumenn segja að ekki sé þörf á því að hefja nýja rannsókn á slysinu og eru sáttir við niðurstöðuna að um „flugslys“ hafi verið að ræða en Antoni Macierewicz, varnarmálaráðherra Póllands, segir að opinber rannsókn á flugslysinu hafi verið mjög óeðlileg og full af þvælu.

Lech Kaczynski, forseti Póllands, lést í slysinu árið 2010

Yfir 20 meðlimir munu skipa hóp rannsakenda sem munu taka að sér endurupptökuna en meðal þeirra eru flugvirkjar, verkfræðingar og tæknisérfræðingar á sviði flugsins.

„Þau eru að bíða eftir að fá að heyra sannleikann…. og þau eiga það inni hjá okkur“, sagði Macierewicz í sjónvarpsviðtali í Póllandi er hann ávarpaði aðstandendur þeirra sem létust í slysinu.

Embættismenn með áfengi og fíflaskap í stjórnklefanum mínútum áður en vélin fórst

Þá leikur grunur á því að flugstjóri vélarinnar hafi verið undir þrýstingi frá forseta Póllands sem á að hafa hvatt flugmenn vélarinnar til að lenda vélinni þrátt fyrir mikla þoku í Smolensk.

"Við reynum bara að lenda þangað til okkur tekst það", heyrist m.a. í Mariusz Kazana segja við flugmennina en hann var embættismaður innan pólska utanríkisráðuneytisins. Andrzej Blasik, yfirmaður pólska flughersins, var í stjórnklefanum ásamt forseta Póllands og forsetafrúnni, en hann þrýstir einnig á flugstjórann til að lenda vélinni.

Talið er að stjórnvöld hafi sópað sannleikanum undir teppið varðandi flugslysið í Smolensk

"You´ll fit in. Be bolder.", segir Blasik hershöfðingi við flugmanninn hálfri mínútu áður en vélin fórst en þá var hún í 980 feta hæð.

Enginn komst lífs af þegar vélin fórst en um borð voru sjö áhafnarmeðlimir og 89 farþegar en meðal þeirra sem létust var Lech Kaczynski, forseti Póllands og Maria eiginkona hans, Ryszard Kaczorowski, fyrrverandi forseti landsins, bankastjóri National Bank of Poland, aðrir embættismenn og yfirmenn pólska hersins.

Einnig heyrist hvar mikill umgangur var um dyrnar inn í stjórnklefann á meðan ónafngreindur aðili segir fólki að hafa lágt en einnig heyrist hvar fólk er að ræða um áfengi og ein spyr: "Hvað ertu með þarna?" og fær svarið: "Bjór, og þú ert ekki að drekka?"

Þetta mátti m.a. heyra í upptökum úr hljóðrita vélarinnar sem var lekið í útvarpsstöðvar sem spiluðu upptökur á pólskri útvarpsstöð.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga