flugfréttir

Rússar hanna stærstu fraktþotu heims - Hvert sem er í heiminum á 7 tímum

- Sagt að hönnun muni ljúka fyrir lok 2016

7. febrúar 2016

|

Frétt skrifuð kl. 14:41

Ilyushin Aviation Complex ætlar að smíða a.m.k. 80 vélar af þessari gerð fyrir árið 2024

Flugvélahönnuðir í Rússlandi eru sagðir komnir vel á veg með hönnun á nýrri framtíðarþotu sem verður stærsta og hraðskreyðasta fraktflugvél í heimi.

Vélin, sem ber vinnuheitið PAK TA (Perspective Airborne Complex of Transport Aviation) er ætlað að geta flogið með allt að fimm stóra skriðdreka hvert sem er í heiminum á 7 klukkustundum.

Áætlað er að vélin muni geta flogið með 200 tonn og náð hraðanum Mach 1.6 sem samsvarar 2.000 km/klst hraða og mun hún hafa flugþol upp á 7.000 kílómetra.

Það er Ilyushin Aviation Complex sem stendur á bakvið þróun og framleiðslu vélarinnar en áætlað er að hönnun verði tilbúin fyrir lok ársins en til stendur að smíða 80 eintök fyrir árið 2024.

Vélin mun geta flogið með 200 tonn af frakt á hljóðhraða

PAK TA verkefnið tekur mið af því að 80 vélar verði smíðaðar fyrir árið 2024 en megin tilgangur vélarinnar verður að flytja þung hernaðargögn á borð við skriðdreka, loftvarnarskeyti, flugskeytakerfi og önnur vopn langar vegalengdir svo hægt verði að staðsetja herdeild á nýjum stað með skjótum hætti.

PAK TA verkefnið hefur staðið yfir í nokkur ár en talið er að vélin muni leysa af hólmi eldri frakvélar í Rússlandi á borð við Antonov An-124 sem getur borið 120 tonn en sú vél hefur verið fastagestur á Keflavíkurflugvelli sl. ár.

Eina fraktvélin sem til er í dag, sem getur flogið með sambærilega þyngd og PAK TA er Antonov An-225 Mriya sem er í dag stærsta flugvél í heimi en hún var smíðuð á tímum Sovíetríkjanna.

Fleiri myndir af framtíðarfraktvélinni PAK TA







Myndband:







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga