flugfréttir

Primera Air tapar tveimur málum í hæstarétti vegna seinkana

- Þurfa að greiða 11 farþegum skaðabætur - 1.300 svipuð mál í farvatninu

5. apríl 2016

|

Frétt skrifuð kl. 15:24

Boeing 737-800 vél Primera Air

Dönsk flugfélög eru mjög ósátt við dóm hæstaréttarins í Danmörku sem hefur gert Primera Air til þessaað greiða ellefu flugfarþegum bætur vegna tveggja seinkana sem urðu á tveimur flugferðum árið 2013 vegna bilanna sem komu upp.

Um tvö dómsmál eru að ræða sem fóru fram í dómshúsinu í Slotsholmen í Kaupmannahöfn sl. mánudag en Primera Air tapaði báðum málunum.

Primera Air þarf að greiða farþegunum tólf 60.000 krónur en það var fyrirtækið Flyforsinkelse.dk sem tók að sér skaðabótamálið fyrir farþega á hendur flugfélaginu danska.

Seinkunin átti sér stað um borð í tveimur flugferðum fyrir brottför til Krítar og til Varna í Búlgaríu frá Danmörku en Primera Air hafði tilkynnt að farþegar ættu ekki rétt á skaðabótum en félagið tapaði málinu sem var dæmt farþegunum í vil.

Málið gæti þó haft í för með sér alvarlegar afleiðingar þar sem 1.300 sambærileg mál eru í farvatninu hjá fyrirtækinu Flyforsinkelse sem varðar um 4.000 farþega sem hafa lent í svipuðum seinkunum með Primera Air.

Flugfélög í Danmörku óttast að niðurstöður dómsins gætu stofnað öryggi flugsins í hættu ef flugmenn fara að hunsa viðvörunarljós um mögulega bilun til að forðast 3 tíma seinkun sem myndi koma flugfélaginu í þá stöðu að því verði gert greiða milljónir í skaðabætur til farþega.

Jesper Rungholm, framkvæmdarstjóri Danish Air Transport (DAT) segir að niðurstaðan gæti sett aukinn þrýsting á flugmenn að halda fluginu áfram til að forða félaginu frá því tapi sem fylgir því að greiða farþegum skaðabætur.

Premera Air tapaði tveimur málum sl. mánudag í hæstarétti Danmerkur

„Ég veit ekki um neitt flugfélag í Danmörku sem myndi stofna öryggi farþega í hættu. En það er samt verið að taka áhættu með þessum dómi sem gæti haft áhrif á áhafnir sem fljúga erlendis til og frá Danmörku“, segir Jesper.

Rannsókn sem gerð var í Bretlandi sýndi fram á fjölgun tilvika þar sem breskir flugmenn héldu flugi áfram þrátt fyrir viðvörun um mögulega bilun þar sem þeir hræðast afleiðingarnar sem fylgja því ef fluginu seinkar um meira en þrjár klukkustundir.

Verið að refsa flugmönnum fyrir að bregðast við seinkunum

Stjórnvöld í Danmörku hafa einnig áhyggjur af afleiðingunum sem fylgja því að þvinga flugfélög með dómsúrskurði til þess að greiða farþegum skaðabætur og standa í hóplögsóknum á hendur flugfélaga.

Samgönguráð Danmerkur segist ætla taka málið fyrir Evrópudómsstólnum þar sem dómur hæstaréttarins tilheyrir reglugerðum Evrópusambandsins.

Rungholm hjá DAT segir að verið sé að refsa flugmönnum fyrir að bregðast rétt við bilunum. „Þetta snýst allt um að áhöfnin geti áhyggjulaust tilkynnt um þau mistök sem þau kunna að gera og tilkynna bilanir án þess að eiga á hættu að verða refsað fyrir það“, segir Jesper.

„Einnig eru 3 tíma mörkin alltof knappur tími þar sem ómögulegt er að finna aðra flugfélag á svo stuttum tíma sem á þá eftir að fljúga og sækja farþega. Oft er um að ræða flug sem er lengur en 3 tímar eins og þegar flogið er til Tyrklands eða Kanaríeyja“, bætir Jesper við.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga