flugfréttir

Litblindi flugmaðurinn sem barðist fyrir því að verða kapteinn

- John O´Brien segir að litblinda skerði ekki eiginleika til þess að fljúga þotu

21. maí 2016

|

Frétt skrifuð kl. 11:09

Fjölmargir flugmenn í Ástralíu hafa beðið um að láta endurskoða mat til þess að halda réttindum sínum þrátt fyrir litblindu

Það geta verið ýmsar hindranir fyrir því að einstaklingur geti talist hæfur til þess að fljúga farþegaþotu en eitt af því fjölmörgu sem þarf að vera í lagi þegar kemur að heilsu flugmanna er sjónin og litblinda getur gert viðkomandi vanhæfan.

Reglur um heilsufar flugmanna eru svipapar í flestum vestrænum löndum en til að geta fengið að fljúga stórri þotu þá þarf viðkomandi atvinnuflugmannsskírteini sem krefst Class 1 heilbrigðisvottorðs.

Ástralskir flugmenn hafa í 25 ár fengið leyfi til þess að vera aðstoðarflugmenn („First Officer“) á farþegaþotu þótt þeir mælist með litblindu en hinsvegar mega þeir ekki verða flugstjórar („Captain“).

Árið 2014 voru 36.000 flugmenn í Ástralíu - 400 af þeim voru litblindir

Þónokkrar deilur hafa verið í Ástralíu varðandi það hvort að þeir flugmenn, sem eru litblindir, geti flogið jafn athugasemdalaust og aðrir flugmenn en reglur varðandi litblindu flugmanna hafa ekki verið strangar þar til árið 2012 að þeim var breytt.

Árið 2014 var að finna yfir 36.000 flugmenn í Ástralíu sem voru með gild skírteini en um 400 af þeim eru litblindir og af þeim eru 140 atvinnuflugmenn en margir þeirra urðu fyrir því að takmarkanir voru settar á vinnuréttindi þeirra með tilkomu strangari reglna um litblindu.

Flugmenn með litblindu í Ástralíu hafa hingað til ekki mátt verða flugstjórar

John O´Brien er atvinnuflugmaður frá Queensland en hann er með litblindu og voru settar enn strangari takmarkanir á atvinnuflugmannsskírteini hans sem kom í veg fyrir að hann gat unnið sig upp í kapteininn og fært sig yfir í vinstra sætið.

Árið 2014 hafði O´Brien verið aðstoðarflugmaður í 4 ár en þrátt fyrir færni og góð meðmæli sem afbragðs flugmaður frá samstarfsfélögum sínum þá vildi ástralska flugöryggisstofnunin CASA ekki leyfa honum að verða flugstjóri.

Rob Liddel, fyrrum fluglæknir hjá CASA (Civil Aviation Safety Authority), sagði árið 2014 að það væri undarlegt að áströlsk flugmálayfirvöld höfðu allan þennan tíma verið frekar frjálsleg hvað varðar reglugerðir um litblindu samanborið við önnur lönd og svo skyndilega sett á strangari reglur þrátt fyrir að ekkert flugslys hafi átt sér stað í Ástralíu sem rekja má til litblindu.

John O´Brien hefur í dag yfir 5.500 flugtíma að baki

Liddel segir að þar sem reglur um litblindu meðal flugmanna í Ástralíu hafi ekki verið mjög strangar sl. 25 ár hafi það orðið til þess að þúsundir flugmanna séu enn í dag að fljúga þrátt fyrir litblindu og ekki hafi það orsakað slys eða óhapp hingað til.

O´Brien var ekki sáttur við að CASA setti enn frekari takmarkanir á skírteinið hans og gerði hann tilraun til að sækja málið í von um að hömlurnar yrðu teknar af svo hann gæti orðið flugstjóri.

Meðal annars var sagt að vegna litblindu þá gæti O´Biran ekki greint í sundur liti frá merkjabyssu ef flugumferðarstjóri myndi þurfa að gefa honum ljós um hvort hann mætti lenda (grænt) eður ei (rautt) ef upp kæmu aðstæður þar sem fjarskipti milli flugvélar og flugturns myndi liggja niðri.

Samtök flugmanna í Ástralíu og áströlsk flugfélög á borð við Qantas voru mjög óánægð með breytingarnar á sínum tíma og töldu þær frekar ruglandi þótt ekki kom til þess að flugmenn með litblindu misstu starfið en þeir voru m.a. hvattir til þess að leita sér sérfræðiaðstoðar frá augnlæknum til að meta ástand sitt betur.

Flugmenn með litblindu ekkert óöruggari en aðrir flugmenn

Simon O´Hara, formaður VIPA (Virgin Independent Pilot Association) sagði að engar sannanir séu fyrir því að flugmenn með litblindu séu eitthvað frábrugðnir öðrum flugmönnum þar sem þeir hafa mörg þúsund flugtíma að baki án athugasemda.

Höfuðstöðvar CASA

David Fawcett, fyrrum flugmaður, flugkennari og fyrrverandi tilraunaflugmaður, sagði nýju reglurnar vekja upp efasemdir varðandi marga reynda flugmenn sem höfðu flogið í allt að 25 ár án atvika.

Fawcett skrifaði bréf til Warren Trust, þáverandi forsetisráðherra Ástralíu, þar sem hann hvatti áströlsk yfirvöld til að endurskoða reglugerðina og þar á meðal taka fyrir mál flugmannsins John O´Brien.

Í febrúar árið 2015 fékk John O´Brien bréf frá CASA þar sem hann fékk leyfi til þess að verða flugstjóri, fyrstur allra flugmanna með litblindu þar í landi, sem varð til þess að hundruðir annarra flugmanna fylgdu í kjölfarið og fóru fram á undanþágu til þess að geta orðið flugstjórar.

Leyfið var þó háð þremur skilyrðum sem eru þau að hann má aðeins fljúga innan lofthelgi Ástralíu, má ekki fljúga næturflug nema með aðstoðarflugmanni sem er laus við litblindu og þá er honum skilt að upplýsa um litblindu sína í starfi.

Að greina liti er ekki nóg

„Þetta er skynsamleg ákvörðun. Sjónræn skynjun er miklu flóknari en að greina í sundur liti. Sem dæmi þá snýst þetta um að greina lögun og það sem stendur á ljósum í stjórnklefanum eða sjá tölur og númer. Auðvitað eru líka litir sem koma fram en að sjá hvernig liturinn er á litinn er ekki nóg til að framkvæma viðkomandi aðgerð“, sagði O´Brien.

O´Brien segir að litblindir flugmenn eigi erfitt með að fá starf hjá flugfélögum á Nýja-Sjálandi og í Evrópu en það væri þó auðveldara í Bandaríkjunum þar sem þeir gangast undir sérstök próf sem sker út um færni viðkomandi.

Flugfélag litblindra flugmanna, CVDPA, (Color Vision Defective Pilot Association) voru stofnuð árið 2012 en John O´Brien er meðlimur í samtökunum en í dag er hann flugstjóri og hefur yfir 5.500 flugtíma að baki en hann byrjaði feril sinn í fluginu árið 2001 en hann hlaut ATPL skírteinið sitt árið 2008.

O´Brien er 33 ára gamall en hann byrjaði að læra að fljúga árið 2001 og fékk CPL ári síðar og ATPL árið 2005.

Hann hefur í dag yfir 6.000 flugtíma að baki og starfar sem flugstjóri á Bombarider Dash 8 100 hjá Skytrans Airlines í Cairns í Queensland auk þess sem hann sér um að þjálfa á vélarnar.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga