flugfréttir

Verður Ilyushin Il-96 tveggja hreyfla þota eftir 12 ár?

- UAC ætlar að glæða nýju lífi í framleiðslu á Ilyushin Il-96 þotunni

30. maí 2016

|

Frétt skrifuð kl. 23:22

Ilyushin Il-96 vél frá Rossiya Airlines

Svo gæti farið að hin rússneska þota, Ilyushin Il-96, verði tveggja hreyfla flugvél eftir rúman áratug en vélin hefur hingað til verið fjögurra hreyfla flugvél sem minnir helst á Airbus A340.

Í dag er Ilyushin Il-96-400-M nýjasta útgáfan af vélinni en hún er lengsta vélin í Il-96 fjölskyldunni og kemur með sæti fyrir 386 farþega.

Verið er að vinna að þróun á nýrri útgáfu af Ilyushin Il-96 sem mun koma með PD-14M hreyflum en PD-14 hreyfillinn, sem upphaflega var þróaður fyrir Irkut MC-21 þotuna, er fyrsti þotuhreyfillinn sem smíðaður er í Rússlandi í 29 ár, þróaður af fyrirtækinu Aviadvigatel.

En núna er verið að skoða möguleika á því að nota nýjan, rússneskan þotuhreyfil sem gæti verið það öflugur að tveir slíkir gætu dugað fyrir Ilyushin Il-96 í stað fjögurra.

Ilyushin Il-96-300 vél Cubana

Um væri að ræða PD-30 hreyfilinn sem yrði álíka öflugur og PW4082 hreyfillinn frá Pratt & Whitney og Trent 800 hreyfillinn frá Rolls-Royce sem knýja í dag áfram vélar á borð við Boeing 777, Boeing 747, Airbus A330 og fleiri vélar.

Ætla sér að smíða allt að tíu þotur á ári

United Aircraft Corporation ætlar sér að efla rússneska flugvélaframleiðslu þar sem sambandið við vestræn lönd hefur versnað að undanförnu og er því orðið nauðsynlegt að gera flugvélaframleiðslu í Rússlandi eins sjálfbæra og hægt er.

„Ef hægt verður að setja PD-35 hreyfilinn á Ilyushin Il-96 þá yrðu hún jafn samkeppnishæf og Boeing 777 og Airbus A330“, segir Nikolai Talikov, yfirhönuður hjá Ilyushin.

Þá ætlar rússneski flugvélaframleiðandinn United Aircraft Corporation (UAC) að framleiða enn fleiri eintök af Ilyushin Il-96 en aðeins hafa verið framleiddar 26 vélar af Ilyushin Il-96 hún kom á markað árið 1993.

Ilyushin Il-96 flaug fyrst árið 1988

Framleiðsla á farþegaútgáfunni endaði árið 2009 en eftir það hafa aðeins verið smíðuð fraktútgáfur af vélinni auka véla fyrir rússneska flugherinn.

Eitt eintak af Ilyushin Il-96 var smíðað árið 2015, engin vél árið 2014 og ein árlega frá 2011 til 2013 sem endurspeglar lágan framleiðsluhraða samanborðið við þær vélar sem Boeing og Airbus framleiða.

UAC ætlar að einblína á þróun á nýrri kynslóð af Ilyushin Il-96 með sparneytnari hreyflum og er stefnt á að framleiða allt að 10 slíkar vélar á ári.

Nýjasta útgáfan af Ilyushin Il-96 vélinni er Il-96-400M en hún er lengri útgáfa af Il-96 fjölskyldunni, tekur 386 farþega og kemur með PS90-A1 hreyflum frá rússneska fyrirtækinu Aviadvigatel en til stendur að skipta þeim hreyfli út fyrir PD-14M hreyfilinn sem er framleiddur af sama fyrirtæki.

Ilyushin Il-96-300 flaug fyrst árið 1988 og fékk hún flughæfnisvottun árið 1992 en hún kom á markað ári síðar, árið 1993, og var Aeroflot fyrsta flugfélagið til að taka við vélinni en félagið hafði sex slíkar vélar í flotanum frá árinu 1993 til 2013.

Flugfélagið Cubana er eini erlendi viðskiptavinurinn sem pantaði Ilyushin Il-96 þotuna frá Rússum en flugfélagið kúberska hefur fjórar slíkar í flotanum og hafa þær þjónað stóru hlutverki hjá félaginu sem pantaði tvær til viðbótar í fyrra.

Sögu Il-96-400 má rekja aftur til ársins 1993 en -400M og -400T útgáfurnar eru frábrugðnar Ilyushin Il-96-300 af því leytii að búkur Il-96-400 vélanna er 8 metrum lengri auk þess sem þær koma með nýrri gerð stjórntækja.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga