flugfréttir

Flugmenn Landhelgisgæslunnar mótmæla harðlega lokun flugbrautar

- Samningar kveða á um að 07/25 í Keflavík yrði þá opnuð í staðinn

24. júní 2016

|

Frétt skrifuð kl. 13:26

TF-SIF, Flugvél Landhelgisgæslunnar

Flugmenn Landhelgisgæslunnar hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þeir mótmæla harðlega lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli án þess að ákveðið hafi verið að opna braut 07/25 á Keflavíkurflugvelli sem hefur sömu stefnu.

Í yfirlýsingu frá frá flugmönnum Landhelgisgæslunnar segir:

Við undirritaðir sem störfum sem flugmenn á eftirlits-, leitar- og björgunarflugvél Landhelgisgæslu Íslands mótmælum harðlega lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli áður en flugbraut 07/25 á Keflavíkurflugvelli er opnuð af flugöryggisástæðum, eins og kveðið er á um í fyrra samkomulagi ríkis og Reykjavíkurborgar. Því er engin flugbraut með þessari stefnu á suðvesturhorni landsins opin, til að takast á við válynd suðvestanveður, en þar eru neyðarsjúkrahús og miðstöð almannavarna og björgunarþjónustu landsins staðsett.

Þá hörmum við það að ekkert tillit var tekið til flugöryggishagsmuna sjúkra-, leitar-, björgunar- og almannavarnaflugs við þá ákvörðun að loka flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli og óttumst afleiðingarnar af þeirri ráðstöfun þar sem oft á tíðum þarf að fara í slík neyðarflug þegar veður eru hvað verst og aðstæður hvað varasamastar, því hefur flugöryggi þeirra sem slíkt flug stunda verið skert.

Viljum við taka undir yfirlýsingu frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna frá 14. júní sl. en þar segir:

„Lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli. Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur verulegar áhyggjur af stöðu flugöryggismála á Reykjavíkurflugvelli í kjölfar niðurstöðu dóms Hæstaréttar í máli nr. 268/2016 um að íslenska ríkinu beri að loka flugbraut 06/24 innan 16 vikna. Í áhættumati varðandi lokun brautarinnar frá 22.maí 2015 er ekki tekið tillit til áhrifa á flugvallakerfið í landinu í heild sinni, fjárhagslegra áhrifa á flugrekstur né það sem mestu máli skiptir þ.e. neyðarskipulags almannavarna og áhrifa á sjúkraflutninga.

Að mati FÍA er flugbraut 06/24 í Reykjavík nauðsynlegur hluti af vellinum til að tryggja nýtingarhlutfall í ljósi mikilvægis vallarins til sjúkra- og neyðarflutninga.

Verði flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli lokað er óviðunandi að ekki liggi fyrir ákvörðun um að opna á Keflavíkurflugvelli flugbraut með svipaða stefnu, sem staðið hefur lokuð í áraraðir. Mikilvægt er að flugbraut með stefnu suðvestur/norðaustur sé til staðar á Suðvesturlandi.“

Við undirritaðir, flugmenn hjá Landhelgisgæslu Íslands, förum fram á að samningar standi þannig að flugbraut 07/25 á Keflavíkurflugvelli verði opnuð án tafar og að flugbraut 06/24 í Reykjavík verði í að minnsta kosti opin fram að þeim tíma.

Jakob Ólafsson
Hafsteinn Heiðarsson
Garðar Árnason
Hólmar Logi Sigmundsson
Ívar Atli Sigurjónsson







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga