flugfréttir

Ný möguleg sönnunargögn komin fram í leitinni að D.B. Cooper

- Starfaði D.B. Cooper fyrir Boeing á sjöunda áratugnum?

15. janúar 2017

|

Frétt skrifuð kl. 09:00

Ef rannsóknarhópnum tekst að komast að því í hvað þessi efni voru notuð hjá Boeing, sem fundust á bindinu, gæti það orðið til þess að FBI opni málið á ný

Svo gæti verið að ný sönnunargögn séu komin fram í hinu dularfulla máli eins frægasta flugræningja heims, D.B. Cooper, sem hefur aldrei fundist eftir að hann rændi farþegaþotu af gerðinni Boeing 727 árið 1971 en hann stökk út úr fallhlíf með 200 þúsund bandaríkjadali í lausnargjald milli Portland og Seattle fyrir næstum hálfri öld síðan og hefur aldrei fundist.

FBI tilkynnti sl. sumar að bandaríska alríkislögreglan hefði formlega hætt leit af D.B. Copper en stofnunin hefur reynt að hafa hári í hendur D.B. Coopers í 46 ár en þrátt fyrir hundruði ábendinga gegnum árin, þrotlausa vinnu og viðamikla leit þá hefur þessi þekkti flugræningi aldrei komið í leitirnar.

Þótt að FBI hafi hætt að vinna að rannsókn málsins þá hefur hópur sérfræðinga haldið áfram að rannsaka hið dularfulla mál en það sem fáir vita er að FBI veitti árið 2009 fámennum hópi vísindamanna og sérfræðinga aðgang að hvelfingu sem geymir sönnunargögn en meðal þess sem þar er að finna er svart bindi sem D.B. Copper skildi eftir um borð í vélinni.

Hafa greint mjög sjaldgæf efnasambönd á bindinu sem notuð eru m.a. í flugvélaiðnaði

Rannsóknarhópurinn, sem kallar sig Citizen Sleuths, hefur gefið frá sér yfirlýsingu með niðurstöðum úr rannsókn sinni þar sem yfir 100.000 agnir og efnasambönd fundust á bindinu en meðal þess er efni og frumefni sem heita cerium, strontíumsúlfíð og hreint títaníum.

Citizen Sleuths hefur náð að greina yfir 100.000 agnir á JC Penney bindinu sem Dan Cooper skildi eftir í Boeing 727 þotunni áður en hann hoppaði út

Þessi þrjú efni flokkast undir „sjaldgæf efnasambönd“ sem finnast aðeins í mjög sérhæfðum iðnaði. - „Þessi efni voru enn sjaldgæfari á áttaunda áratugnum og voru alls ekki algeng þá en meðal þeirra örfárra sem notuðu slík efni voru flugvélaframleiðendur á borð við Boeing“, segir Tom Kaye, sem er einn þeirra sem stjórnar rannsókninni hjá hópnum.

Kaye segir að það vekji upp spurningar hvort að D.B. Copper, sem hét réttu nafni Dan Copper, hafi verið starfsmaður hjá Boeing eða verktaki sem hafi mætti til vinnu hjá Boeing með bindi en á áttunda áratugnum var algengt að verkfræðingar og yfirmenn í verksmiðjuiðnaði gengu um með bindi.

Boeing 727 vélin á flugvellinum í Seattle eftir að hún lenti eftir flugið frá Portland

„Hann gæti hafa mætt til vinnu með bindi og farið inn í verksmiðjurnar þar sem örsmáar agnir með þessum efnasamböndum berast í andrúmsloftinu og setjast á fatnað og þar á meðal bindið í þessu tilbiki. Auðvitað hefur hann að öllum líkindum ekki verið í stjórnunarstöðu en gæti hafa verið verkfræðingur“, segir Kaye.

Óska eftir aðstoð frá gömlum starfsmönnum Boeing

Kaye segir að hópurinn óski nú eftir aðstoð frá gömlum starfsmönnum Boeing, sem unnu í verksmiðjunni snemma á sjöunda og áttunda áratugnum, þar sem þeir gætu lumað á nánari upplýsingum um þau efni sem notuð voru í verksmiðjunni á þessum tíma og þekkja til efnasambandanna.

Meðal þeirra efna sem fundust á bindinu voru cerium og strontíumsúlfíð
sem finna mátti í verksmiðjum Boeing á sama tíma og þegar framleiðsla
stóð yfir á hljóðfrárri þotu sem hætt var við að smíða sama árið og
Dan Copper framdi flugránið

„Einhver gæti litið á listann með efnunum og sagt: “Ó já, ég veit hvað þetta er og í hvað þessi efni voru notuð“, segir Kaye.

Vitað er að nokkur efnanna sem hafa fundist á bindinu voru notuð við framleiðslu á hljóðfrárri þotu sem Boeing byrjaði að þróa á sjöunda áratugnum sem svipaði til Concorde-þotunnar sem fékk vinnsluheitið Boeing 2707 en hætt var við það verkefni árið 1971, sama ár og D.B. Copper hvarf eftir flugránið.

Kaye segir að þetta þýði að einhver hafi verið með bindið í umhverfi þar sem framleiðsla hafi farið fram með þessi efni og séu ekki margir aðrir vinnustaðir sem koma til greina á þessum tíma nema flugvélaverksmiðja.

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hafði fjármagnað verkefnið með hljóðfráu þotuna, sem einnig var þekkt undir vinnsluheitinu SST („supersonic transport“), en nokkrum mánuðum áður en flugránið átti sér stað hættu bandarísk stjórnvöld að fjármagna verkefnið og var hætt við að smíða vélina sem varð til þess að þúsundum starfsmanna var sagt upp hjá Boeing.

Rannsóknarhópurinn notaðist við sérstaka tegund af einskonar límband til að ná örsmáum ögnum úr bindinu og voru þau greind með rafeindasmásjá, röntgentæki og litrófsgreiningarskanna til að bera kennsl á efnasamböndin og frumefnin.

Myndir í rafeindasmásjá af nokkru efnum sem fundust á bindinu sem Dan Cooper skildi eftir en sum efnin eru aðeins að finna í mjög sérhæfðum iðnaði

Í skýrslunni með niðurstöðunum kemur einnig fram að ekki sé möguleiki á því að þessi sjaldgæfu efni gætu hafa komist í snertingu við bindið eftir flugránið þar sem þau eru aðeins að finna í mjög sérhæfðum iðnaði og eru ekki að finna í hvaða umhverfi sem er.

Hér má nánar lesa um niðurstöðurnar úr rannsókninni á vefsíðu Sleuth

Ítarleg grein um D. B. Cooper

Frétt á alltumflug.is frá 13. júlí 2016
FBI hættir leit að flugræningja sem stökk úr Boeing 727 í fallhlíf árið 1971







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga