flugfréttir

Ekkert lát á kaffisulli í stjórnklefum í Airbus-þotum

- Kaffi helltist yfir tækjaborð í A350 hjá Delta og te í A350 þotu hjá Asiana

30. janúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 11:14

Þrjú atvik hafa átt sér stað á einu ári þar sem flugmenn á Airbus-þotum hafa óvart hellt kaffi eða te yfir tækjaborð í stjórnklefanum

Airbus, hreyflaframleiðandinn Rolls-Royce og fyrirtækið Leonardo, munu á næstunni ræða við nokkur flugfélög varðandi tvö atvik sem hafa komið upp sem tengjast tilfellum þar sem flugmenn höfðu óvart hellt drykkjum yfir tækjabúnað á mælaborði sem staðsett er á milli þeirra en í báðum tilfellunum þurfti að drepa á hreyflum, fljúga af áætlaðri flugleið og lenda vélunum á næsta flugvelli.

Í september í fyrra birtist frétt á Alltumflug.is þar sem greint var frá sambærilegu atviki þar sem Airbus A330 breiðþota frá Condor þurfti að snúa við til Shannon í 36.000 fetum á leið sinni frá Frankfurt til Mexíkóborgar eftir að flugmennirnir lýstu yfir neyðarástandi vegna reyks sem rakið var til þess að annar flugmaðurinn hellti óvart kaffi úr pappamáli sem var með engu loki.

Síðan þá hafa komið upp tvö tilfelli til viðbótar en annað þeirra átti sér stað þann 9. nóvember í fyrra er Airbus A350 þota frá Asiana Airlines, á leið frá Seoul til Singapore, þurfti að lenda í Manila á Filippseyjum eftir að upp kom vandamál í hreyfli sem tengt var við það að annar flugmaðurinn hellti óvart úr tebolla sem skvettist yfir tækjabúnað og takka.

Nýjasta atvikið, sem er það þriðja í röðinni á einu ári, sem ratað hefur í fréttirnar, átti sér stað núna þann 21. janúar um borð í Airbus A350-900 þotu hjá Delta Air Lines en sú þota var á leið frá Detroit til Seoul.

Er þotan var yfir Beaufort-hafi, yfir heimskautasvæðinu norður af Alaska, kom upp vandamál með hægri hreyfilinn sem varð til þess að flugmennirnir ákváðu að lenda í Fairbanks í Alaska eftir að tilraunir til endurræsingar báru ekki árangur. Í ljós kom að 15 mínútum áður hafði annar flugmaðurinn óvart misst kaffibollann yfir tækjaborðið sem staðsett er á milli flugmannanna.

Hluti af tækjaborði sem staðsett er milli flugmannanna um borð í Airbus A350 breiðþotu

Tækjaborðið sem um ræðir, sem virðist vera að taka á sig flestu kaffibollaskvetturnar, kallast á ensku „centre console pedestal“ og stundum „middle-console panels“ en á þessu tækjaborði má finna búnað og takkaborð sem stjórna ræsingu á hreyflum, val á fjarskiptatíðnum, flugtölvuna (FMS) og þar eru einnig að finna sköft fyrir flapastillingar auk fjölda annarra takka.

Í báðum tilvikunum þurftu flugvirkjar að skipta út búnaði á tækjaborðinu og þar á meðal tölvukerfi sem stjórnar aflstillingum fyrir hreyflana sem tengist nokkrum öðrum kerfum.

Bæði flugfélögin, Asiana Airlines og Delta Air Lines, hafa verið upplýst um að atvikin hjá þeim tengjast því að vökvi (drykkir) helltust yfir viðkvæman rafmagnsbúnað en bein orsök þess að hreyflarnir drápu á sér í miðju flugi er til rannsóknar.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga